Pressan

Hitamet falla víða um heim – Er það sönnun fyrir hnattrænni hlýnun?

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 8. júlí 2018 10:30

Allt frá Miðausturlöndum til Rússlands, frá Írlandi til Bandaríkjanna og víðar um heiminn hafa hitamet fallið að undanförnum í miklum hitabylgjum. Sumir telja þetta sanna að hnattræn hlýnun sé staðreynd en aðrir draga það í efa.

Í Noregi, Svíþjóð og Danmörku hefur sumarið verið mjög þurrt og hlýtt og miklir þurrkar hrjá nú bæði Norðmenn og Dani. Bændur eru í vandræðum vegna þessa og þurfa að fækka í bústofnum sínum því þeir geta ekki orðið sér úti um nægilega mikið fóður. Í Danmörku stefni í uppskerubrest hjá mörgum bændum en þrátt fyrir mikla sól og hita þá hefur nær engin úrkoma verið. Sumir bændur búast við að kornuppskera þeirra verði einungis um helmingur þess sem hún er í meðalári.

Í Belfast og Castlederg á Norður-Íralandi féllu hitamet í síðustu viku þegar hitinn fór í 29.5 og 30.1 gráðu. Í Shannon á Írlandi fór hitinn í 32 gráður þann 28. júní. Hitamet fyrir júnímánuð var sett í Wales í lok mánaðar þegar hitinn mældist 33 gráður.

Í þorpinu Quriyat í Óman mældist hitinn 42.6 gráður í 51 klukkustund samfleytt í síðustu viku. Aldrei fyrr hefur svo hár hiti mælst að næturlagi í heiminum. Mikill hiti var í Írak á sama tíma þótt met hafi ekki fallið. Í Baghdad var mörgum vinnustöðum lokað vegna hitanna.

Sky segir að í Georgíu og Armeníu hafi hitinn mælst 40.5 og 42 gráður að degi til í vikunni. Í Denver í Colorado í Bandaríkjunum var hitamet sett þann 28. júní en þá mældist hitinn 40.6 gráður. Á mánudaginn mældist hitinn í Montreal í Kanada 36.6 gráður og hefur ekki mælst meiri í 147 ár. 33 hafa látið lífið í borginni vegna hitanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

Nýtt klósett Bill Gates kostaði 18 milljarða

Nýtt klósett Bill Gates kostaði 18 milljarða
Pressan
Fyrir 20 klukkutímum

Rosalegar myndir frá eldunum í Kaliforníu

Rosalegar myndir frá eldunum í Kaliforníu
Pressan
Í gær

Martröðin byrjaði daginn eftir að þessi mynd var tekin

Martröðin byrjaði daginn eftir að þessi mynd var tekin
Pressan
Í gær

Er hann lélegasti þjófur heims? Fannst steinsofandi með allt þýfið í fanginu

Er hann lélegasti þjófur heims? Fannst steinsofandi með allt þýfið í fanginu