Pressan

Líf þjálfara taílensku fótboltastrákanna hefur ekki verið dans á rósum – Missti alla fjölskylduna

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 8. júlí 2018 08:12

Wild Boars og þjálfari þeirra lengst til vinstri. Mynd:Facebook

Líf Ekkapol Chanthawong, sem er þjálfari fótboltastrákanna 12 sem sitja fastir í helli í Taílandi, hefur svo sannarlega ekki verið neinn dans á rósum. Hann missti foreldra sína og yngri bróður 2003 þegar alvarlegur sjúkdómsfaraldur herjaði á þorpið hans í norðurhluta Taílands. Hann var þá 10 ára. Hann var þá settur í umsjá ættingja. Frænka hans segir að hann hafi verið einmana og sorgmæddur drengur.

Eftir nokkurn tíma ákváðu ættingjarnir að senda hann í Búddahof þar sem hann bjó næstu 10 árin sem munkur. News.com.au skýrir frá þessu. Hann er sagður geta hugleitt löngum stundum og að það hafi örugglega hjálpað honum og strákunum eftir að þeir festust inni í hellinum.

Fótboltalið strákanna heitir Wild Bears og var stofnað fyrir þremur árum í Chiang Rai héraðinu. Flestir strákanna tilheyra minnihlutahópum og búa við fátækt.

CNN skýrði frá því fyrir helgi að Chanthawong og tveir piltanna væru svo veikburða að þeir gætu ekki komist út úr hellinum.

Björgunaraðgerðir hófust í morgun eins og DV skýrði frá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Nágranni frá helvíti setti upp viðvörunarkerfi sem aðeins börn heyra í – Börnin þora ekki lengur út úr húsi

Nágranni frá helvíti setti upp viðvörunarkerfi sem aðeins börn heyra í – Börnin þora ekki lengur út úr húsi
Pressan
Í gær

Dularfullt hvarf 18 ára pilts – Sást hann í Kaupmannahöfn í síðustu viku?

Dularfullt hvarf 18 ára pilts – Sást hann í Kaupmannahöfn í síðustu viku?
Pressan
Í gær

„Landráð“ „Skammarlegt“ „Algjör uppgjöf“ – Þess vegna eru Bandaríkjamenn í áfalli eftir leiðtogafundinn í Helsinki

„Landráð“ „Skammarlegt“ „Algjör uppgjöf“ – Þess vegna eru Bandaríkjamenn í áfalli eftir leiðtogafundinn í Helsinki
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svíþjóð logar – Ástandið hefur aldrei verið verra á síðari tímum

Svíþjóð logar – Ástandið hefur aldrei verið verra á síðari tímum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Miklir skógareldar í Svíþjóð – Ógna mörgum íbúðarhúsum – Norskar þyrlur koma til aðstoðar í dag

Miklir skógareldar í Svíþjóð – Ógna mörgum íbúðarhúsum – Norskar þyrlur koma til aðstoðar í dag
Pressan
Fyrir 3 dögum

Missti milljónir fylgjenda á Twitter

Missti milljónir fylgjenda á Twitter