Pressan

Níu ára stúlka sem getur hvorki gengið né talað bjargaði bróður sínum frá drukknun

Ritstjórn Pressunnar
Sunnudaginn 8. júlí 2018 11:00

Þegar móðir hinnar níu ára gömlu Lexie Comeau-Drisdelle heyrði dóttur sína öskra af öllum lífs- og sálarkröftum grunaði hana að stúlkan hefði dottið úr hjólastólnum sínum.

Lexie þessi er lömuð vegna heilaskaða sem hún varð fyrir og getur hún hvorki gengið né talað.

Þegar á hólminn var komið var það ekki Lexie sem þurfti á hjálp að halda heldur litli bróðir hennar, Leeland, sem er henni svo kær. Atvikið átti sér stað á heimili fjölskyldunnar í Nova Scotia.

Leeland, sem er eins og hálfs árs, hafði opnað dyrnar út í garð þar sem finna má sundlaug. Aðrir í fjölskyldunni voru á fullu að undirbúa afmælisveislu sem til stóð að halda fyrir Lexie.

Þegar móðir og amma Lexie heyrðu öskrin í dóttur sinni brást amman skjótt við og sem betur fer var hún fljót að átta sig á því að Leeland litli hafði dottið ofan í sundlaugina. Hún stökk til og náði drengnum áður en hann drukknaði. Leeland var fluttur á sjúkrahús og hefur nú náð fullum bata.

Ljóst má vera að mjög illa hefði getað farið enda gera slys sem þessi ekki alltaf boð á undan sér.

„Hún öskraði og benti á dyrnar og þá sá ég að bróðir hennar var ekki hjá henni,“ segir amma barnanna, Nancy Comeau-Drisdelle í samtali við CTV. „Maður þarf ekki endilega að geta talað eða gengið til að bjarga mannslífi sem hún svo sannarlega gerði,“ bætir hún við.

Fjölskyldan hefur nú komið upp öryggisgirðingu við sundlaugina til að tryggja að slys sem þetta endurtaki sig ekki.

Móðir Lexie segir að hún sé skörp stúlka þrátt fyrir fötlun sína. Saga hennar sýni að fólk með samskonar fötlun og hún þurfi ekki að geta talað til að vera meðvitað um það sem er að gerast í kringum það. Þess má til gamans geta að lokum að Lexie var heiðruð sérstaklega af lögreglustjóranum í Halifax og borgarstjóranum, Mike Savage, fyrir björgunina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagan bræddi hjörtu milljóna: Nú er talið að þetta hafi allt verið eitt stórt svindl

Sagan bræddi hjörtu milljóna: Nú er talið að þetta hafi allt verið eitt stórt svindl
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fimm eiga yfir höfði sér dauðadóm vegna morðsins á Khashoggi

Fimm eiga yfir höfði sér dauðadóm vegna morðsins á Khashoggi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ódýrari matur, leikföng og raftæki og aukinn kaupmáttur – Þetta búa nágrannar okkar við

Ódýrari matur, leikföng og raftæki og aukinn kaupmáttur – Þetta búa nágrannar okkar við
Pressan
Fyrir 2 dögum

Léttist um 50 kíló – „Vildi að ég hefði vitað af þessum gildrum“

Léttist um 50 kíló – „Vildi að ég hefði vitað af þessum gildrum“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mikil fjölgun hatursglæpa í Bandaríkjunum

Mikil fjölgun hatursglæpa í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Draugabáta rekur í tugatali upp á japanskar strendur

Draugabáta rekur í tugatali upp á japanskar strendur