Pressan

Að minnsta kosti 100 hafa látist af völdum flóða í Japan – 4 milljónir manna hvattar til að yfirgefa heimili sín

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 9. júlí 2018 04:52

Að minnsta kosti 100 manns hafa látist í miklum flóðum í suðvesturhluta Japan. Á nokkrum dögum hefur úrkoman verið meiri en fellur að jafnaði í öllum júlí. Þetta hefur valdið miklum flóðum og eru heilu bæirnir á kafi. Yfirvöld hafa hvatt fjórar milljónir íbúa til að yfirgefa heimili sín.

Hús hafa rifnað af grunni, bílar fljóta um eins og baðleikföng og verslanir eru galtómar. Þetta er staðan víða í suðvesturhluta landsins. Staðfest hefur verið að um 100 manns hafi látist og annars eins fjölda er saknað. Tveimur milljónum manna hefur verið fyrirskipað að yfirgefa heimili sín og tvær milljónir til viðbótar hafa verið hvattar til að gera það. Um 30.000 manns hafa leitað skjóls í neyðarskýlum að sögn Japan Times. Í Okayama hafa rúmlega 1.000 manns leitað skjóls á húsþökum.

Ekki er útlit fyrir að úrkomunni sloti á næstunni samkvæmt veðurspám og segir Shinzo Abe, forsætisráðherra, að björgunarmenn vinni í kappi við tímann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Nágranni frá helvíti setti upp viðvörunarkerfi sem aðeins börn heyra í – Börnin þora ekki lengur út úr húsi

Nágranni frá helvíti setti upp viðvörunarkerfi sem aðeins börn heyra í – Börnin þora ekki lengur út úr húsi
Pressan
Í gær

Dularfullt hvarf 18 ára pilts – Sást hann í Kaupmannahöfn í síðustu viku?

Dularfullt hvarf 18 ára pilts – Sást hann í Kaupmannahöfn í síðustu viku?
Pressan
Í gær

„Landráð“ „Skammarlegt“ „Algjör uppgjöf“ – Þess vegna eru Bandaríkjamenn í áfalli eftir leiðtogafundinn í Helsinki

„Landráð“ „Skammarlegt“ „Algjör uppgjöf“ – Þess vegna eru Bandaríkjamenn í áfalli eftir leiðtogafundinn í Helsinki
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svíþjóð logar – Ástandið hefur aldrei verið verra á síðari tímum

Svíþjóð logar – Ástandið hefur aldrei verið verra á síðari tímum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Miklir skógareldar í Svíþjóð – Ógna mörgum íbúðarhúsum – Norskar þyrlur koma til aðstoðar í dag

Miklir skógareldar í Svíþjóð – Ógna mörgum íbúðarhúsum – Norskar þyrlur koma til aðstoðar í dag
Pressan
Fyrir 3 dögum

Missti milljónir fylgjenda á Twitter

Missti milljónir fylgjenda á Twitter