Pressan

Að minnsta kosti 100 hafa látist af völdum flóða í Japan – 4 milljónir manna hvattar til að yfirgefa heimili sín

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 9. júlí 2018 04:52

Að minnsta kosti 100 manns hafa látist í miklum flóðum í suðvesturhluta Japan. Á nokkrum dögum hefur úrkoman verið meiri en fellur að jafnaði í öllum júlí. Þetta hefur valdið miklum flóðum og eru heilu bæirnir á kafi. Yfirvöld hafa hvatt fjórar milljónir íbúa til að yfirgefa heimili sín.

Hús hafa rifnað af grunni, bílar fljóta um eins og baðleikföng og verslanir eru galtómar. Þetta er staðan víða í suðvesturhluta landsins. Staðfest hefur verið að um 100 manns hafi látist og annars eins fjölda er saknað. Tveimur milljónum manna hefur verið fyrirskipað að yfirgefa heimili sín og tvær milljónir til viðbótar hafa verið hvattar til að gera það. Um 30.000 manns hafa leitað skjóls í neyðarskýlum að sögn Japan Times. Í Okayama hafa rúmlega 1.000 manns leitað skjóls á húsþökum.

Ekki er útlit fyrir að úrkomunni sloti á næstunni samkvæmt veðurspám og segir Shinzo Abe, forsætisráðherra, að björgunarmenn vinni í kappi við tímann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagan bræddi hjörtu milljóna: Nú er talið að þetta hafi allt verið eitt stórt svindl

Sagan bræddi hjörtu milljóna: Nú er talið að þetta hafi allt verið eitt stórt svindl
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fimm eiga yfir höfði sér dauðadóm vegna morðsins á Khashoggi

Fimm eiga yfir höfði sér dauðadóm vegna morðsins á Khashoggi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ódýrari matur, leikföng og raftæki og aukinn kaupmáttur – Þetta búa nágrannar okkar við

Ódýrari matur, leikföng og raftæki og aukinn kaupmáttur – Þetta búa nágrannar okkar við
Pressan
Fyrir 2 dögum

Léttist um 50 kíló – „Vildi að ég hefði vitað af þessum gildrum“

Léttist um 50 kíló – „Vildi að ég hefði vitað af þessum gildrum“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mikil fjölgun hatursglæpa í Bandaríkjunum

Mikil fjölgun hatursglæpa í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Draugabáta rekur í tugatali upp á japanskar strendur

Draugabáta rekur í tugatali upp á japanskar strendur