Pressan

Björgunaraðgerðir í Taílandi í fullum gangi – Súrefnisskortur og rigning – Ótrúleg björgunaráætlun – Bein útsending

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 9. júlí 2018 09:00

Súrefnisskortur og monsúnrigningar eru ein helsta ógnin við björgunaraðgerðirnar í hellakerfinu í Taílandi þar sem 12 fótboltastrákar og þjálfari þeirra lokuðust inni þann 23. júní. Kafarar björguðu fjórum strákum út í gær og dvelja þeir nú á sjúkrahúsi í Chiang Rai héraðinu þar sem hellirinn er. Hlé var gert á björgunaraðgerðum í gær þegar búið var að koma strákunum þremur út. Kafararnir þurftu hvíld og einnig þurfti að fylla á súrefnisbirgðir í hellinum og á nokkrum stöðum á leiðinni. Aðstæður eru gríðarlega erfiðar og reyna mikið á björgunarmenn og strákana. Tíminn er kannski einn versti óvinurinn í stöðunni og því þarf að hafa hraðar hendur. Mikla rigningu gerði á svæðinu í gærkvöldi og er óttast að það muni tefja björgunaraðgerðirnar.

Strákarnir fjórir komu út úr hellakerfinu á nokkrum klukkustundum í gær. Þeim voru gefin róandi lyf áður en lagt var af stað með þá. Þeir fengu heilgrímur yfir andlitið og voru festir við kafara sem syntu með þá í gegnum flókið hellakerfið. Þegar út var komið tók sérstakt læknateymi við hverjum og einum og síðan voru þeir fluttir með þyrlum á sjúkrahús. Þar dvelja þeir nú og eru í góðri gæslu. Ekkert hefur verið látið uppi um hvaða strákar komu út í gær eða hvernig ástand þeirra er, annað en að þeir séu ekki í lífshættu. Góð ástæða er fyrir þessu því yfirvöld vilja gæta þeirra sem enn eru fastir í hellinum og ættingja þeirra og ekki vekja upp óþarfa ótta, af honum er nóg fyrir.

Teikningin sýnir vel þær erfiðu aðstæður sem við er að eiga.

Margir erlendir fjölmiðlar segja að björgunaraðgerðir hafi hafist á nýjan leik nú í morgunsárið að íslenskum tíma en taílensk yfirvöld hafa ekki staðfest það. 18 kafarar tóku þátt í aðgerðunum í gær en þeim hefur verið fjölgað að sögn CBS og verða 23 í dag. Taílenska sjónvarpsstöðin Channel 9 segir að verið sé að flytja fimmta strákinn í gegnum hellakerfið þessa stundina.

Aðgerð gærdagsins gekk vel en þrátt fyrir það er ekki á vísan að róa um framhaldið þar sem aðstæður eru mjög erfiðar og margar hættur sem þarf að sigrast á. Talsmenn sérsveita taílenska hersins segja að aðstæðurnar í hellakerfinu séu mjög erfiðar og kafararnir séu þar að takast á við erfiðustu kafanirnar á ferli sínum. Auk þess að takast á við þessar erfiðu aðstæður þurfa þeir að taka 11 og 12 ára stráka með sér út, stráka sem kunna hvorki að kafa né synda. Á nokkrum stöðum eru göngin svo þröng að kafararnir þurfa að taka súrefniskútana af sér og ýta þeim á undan sér. Strákarnir eru ekki með kúta en eru tengdir við kútana sem kafararnir bera.

Uppfært klukkan 07.18

Talsmaður taílenskra yfirvalda staðfesti rétt áðan að aðgerðir væru hafnar.

Hér fyrir neðan er hægt að fylgjast með beinni útsendingu CBS frá björgunaraðgerðunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 13 klukkutímum

Sjáðu myndbandið: Svona er hægt að sleppa við að borga fyrir aukatösku eða handfarangur

Sjáðu myndbandið: Svona er hægt að sleppa við að borga fyrir aukatösku eða handfarangur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullt hljóð truflaði kennarana dag og nótt – Áttu ekki orð þegar þeir fundu upptök þess

Dularfullt hljóð truflaði kennarana dag og nótt – Áttu ekki orð þegar þeir fundu upptök þess
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Innkaupakerrumaðurinn“ er nýjasta þjóðhetja Ástrala – „Ég vildi bara gera eitthvað rétt í fyrsta sinn í lífinu“

„Innkaupakerrumaðurinn“ er nýjasta þjóðhetja Ástrala – „Ég vildi bara gera eitthvað rétt í fyrsta sinn í lífinu“