Pressan

Bretar auka flotaumsvif sín á Norður-Atlantshafi vegna „aukinnar ógnar frá Rússum“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 9. júlí 2018 22:00

HMS Chiddenfold. Mynd:Wikimedia Commons

Breski sjóherinn ætlar að auka umsvif sína á Norður-Atlantshafi til að mæta sívaxandi ógn frá Rússum. Þetta sagði Sir Philip Jones, yfirmaður flotans, í viðtali við Sky. Þetta hefur í för með sér að Norður-Atlantshaf verður í forgangi hjá sjóhernum og herskip verða þar oftar en verið hefur. Einnig mun flugherinn, RAF, auka umsvif sín á svæðinu.

Jones sagði að sífellt meiri ógn stafi af Rússum og hafi staða mála breyst mjög hratt. Umsvif Rússa og geta hafi aukist mikið á undanförnum árum, þetta sé eitthvað sem Bretar hafi ekki séð fyrir. Hann sagði að Rússar hafi greinilega lagt mikið fé í flota sinn og geta hans sé mikil og aðdáunarverð.

Ekki er langt síðan að Bandaríkin tilkynntu að þau muni endurvekja Second Fleet (Aðra flotasveit) í Atlantshafi til að mæta Rússum. Eitt af verkefnum flotasveitarinnar verður að vernda mikilvægar samskiptalínur neðansjávar. Um 97 prósent af alþjóðlegum samskiptum fara um ljósleiðara sem liggja á hafsbotni um allan heim. Talið er að daglega eigi alþjóðaviðskipti að verðmæti 10 trilljarða dollara sér stað um þessa ljósleiðara.

Jones sagði að Bretar viti að Rússar geti fundið þessar samskiptalínur og geti átt við þær þrátt fyrir að aðstæður séu erfiðar á svo miklu dýpi. Það sé því nauðsynlegt að fylgjast með hvað Rússar eru að gera, bæði neðansjávar og ofan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 13 klukkutímum

Sjáðu myndbandið: Svona er hægt að sleppa við að borga fyrir aukatösku eða handfarangur

Sjáðu myndbandið: Svona er hægt að sleppa við að borga fyrir aukatösku eða handfarangur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullt hljóð truflaði kennarana dag og nótt – Áttu ekki orð þegar þeir fundu upptök þess

Dularfullt hljóð truflaði kennarana dag og nótt – Áttu ekki orð þegar þeir fundu upptök þess
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Innkaupakerrumaðurinn“ er nýjasta þjóðhetja Ástrala – „Ég vildi bara gera eitthvað rétt í fyrsta sinn í lífinu“

„Innkaupakerrumaðurinn“ er nýjasta þjóðhetja Ástrala – „Ég vildi bara gera eitthvað rétt í fyrsta sinn í lífinu“