fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Dramatík við Tívolíið í Kaupmannahöfn – „Lögreglan átti að skjóta mig í höfuðið“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 9. júlí 2018 06:51

Tívolíið í Kaupmannahöfn. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 2. júní á síðasta ári voru tveir lögreglumenn við störf við Tívolíið í Kaupmannahöfn. Þeir höfðu stöðvað tvo bifhjólamenn og voru að ræða við þá þegar fimmtugur karlmaður gekk upp að þeim og beindi skammbyssu að hnakka annars þeirra. Vegfarendur æptu viðvörunarorð til lögreglumannanna. Sá sem skammbyssunni var beint að reyndi að ná byssunni af manninum en í átökunum hljóp að minnsta kosti eitt skot úr byssunni. Í öllum atganginum í kjölfarið var sex skotum skotið úr byssunni en síðar kom í ljós að um gas- og hvellhettubyssu var að ræða.

Lögreglumennirnir og skelfingu lostnir sjónarvottar héldu að hér væri um hlaðna skammbyssu að ræða og að maðurinn ætlaði að drepa lögreglumennina. Lögreglumennirnir drógu því upp skammbyssur sínar og skutu 10 skotum að manninum. Tvö þeirra hæfðu hann, annað í vinstra lærið og hitt í brjóstkassann. Hann særðist mikið en lifði af. Skotunum var hleypt af úr þriggja til fimm metra fjarlægð. Maðurinn var í skotheldu vesti.

Nú hefur ríkissaksóknarinn í Kaupmannahöfn skorið úr um að lögreglumennirnir hafi brugðist hárrétt við og af ákveðni. Óháð rannsóknarnefnd um störf lögreglunnar komst að sömu niðurstöður.

Í niðurstöðu ríkissaksóknara segir að lögreglumennirnir hafi talið sig vera í lífshættu og það gerðu sjónarvottar einnig. Enginn tími var til að hrópa aðvaranir eða skjóta aðvörunarskoti áður en skotið var á manninn. Ríkissaksóknarinn segir að nauðsynlegt hafi verið að stöðva manninn strax.

Maðurinn sagði síðar að hann hafi viljað „að lögreglumennirnir myndu skjóta hann í höfuðið“. Hann ætlaði að fremja svokallað „suicide by cop“ en það er þekkt fyrirbrigði víða í heiminum en þá kemur fólk sér í aðstæður sem kalla á að lögreglan skjóti það.

Framburður mannsins fær stuðning í „sjálfsvígsbréfi“ sem hann skildi eftir.

Um leið og lögreglumennirnir höfðu skotið manninn og gert hann óvígan veittu þeir honum skyndihjálp ásamt lækni sem var staddur í nágrenninu af tilviljun. Maðurinn var fluttur á ríkissjúkrahúsið þar sem hann gekkst undir aðgerðir. Hann á á hættu að glíma við varanleg mein eftir skotið sem hæfði hann í brjóstkassann. Hann hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan þetta gerðist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu
Pressan
Fyrir 4 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf