fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Frontex segir að Spánn geti orðið aðal áfangastaður innflytjenda

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 9. júlí 2018 17:00

Sýrlenskir flóttamenn. Mynd:Wikimedia Commons/ Mstyslav Chernov

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt tölum frá IOM, alþjóðleg stofnun sem fylgist með málefnum flóttamanna og  innflytjenda, komu 6.513 flóttamenn og innflytjendur til Spánar á fyrri árshelmingi síðasta árs. Í júní á þessu ári voru þeir 6.000. Stofnunin segir að því megi búast við að Spánn verði aðal áfangastaður flóttamanna og innflytjenda á næstunni.

Fabrice Leggeri, forstjóri Frontex (sem er landamærastofnun ESB), sagði í samtali við þýska blaðið Welt am Sonntag að ef hann væri spurður hvað væri að valda honum mestum áhyggjum þessa dagana þá væri svarið Spánn. Hann sagði að leiðin frá Marokkó til Spánar væri að verða vinsælasta leiðin hjá þeim sem vilja komast frá Afríku til Evrópu.

Á síðasta ári komu um 22.000 flóttamenn þessa leið eða um þrefalt fleiri en 2016 og þeim hefur haldið áfram að fjölga það sem af er þessu ári. Fram að þessu hafa flestir komið til Ítalíu og Grikklands yfir Miðjarðarhafið en meiri gæsla er nú á hafinu á þessum slóðum og því hafa smyglarar fært sig vestur til Marokkó.

Nú starfa um 1.300 landamæraverðir á vegum Frontex en nýlega lagði framkvæmdastjórn ESB til að þeim verði fjölgað í 10.000 fyrir 2027. Jean-Claude Juncker, formaður framkvæmdastjórnarinnar, vill nú hraða þessu þannig að landamæraverðirnir verði orðnir 10.000 eftir tvö ár. Hann vill einnig auka heimildir Frontex þannig að stofnunin geti starfað nánar með ríkjum utan ESB.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Í gær

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?