Pressan

Reyndi að stinga lögregluna af í miðborginni – Ók á gangstéttum og á bifreiðar

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 9. júlí 2018 05:33

Um klukkan 1 í nótt hugðust lögreglumenn stöðva akstur ökumanns á Sæbraut. Ökumaður þeirrar bifreiðar var hins vegar ekki á þeim buxunum að eiga samskipti við lögregluna og jók hraðann og reyndi að stinga lögregluna af. Hann ók víða um miðborgina og það ekki alltaf samkvæmt umferðarreglum.

Hann ók á móti umferð, á móti rauðu ljósi, braut stöðvunarskyldu við gatnamót, ók á gangstéttum og braut fleiri ákvæði umferðarlaga. Eftirförinni lauk við Öldugötu þar sem ökumaðurinn ók á bifreiðar. Bæði ökumaður og farþegi í bifreiðinni voru handteknir en þeir eru báðir grunaðir um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna. Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild til aðhlynningar áður en hann var vistaður í fangageymslu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 16 klukkutímum

Nýtt klósett Bill Gates kostaði 18 milljarða

Nýtt klósett Bill Gates kostaði 18 milljarða
Pressan
Fyrir 20 klukkutímum

Rosalegar myndir frá eldunum í Kaliforníu

Rosalegar myndir frá eldunum í Kaliforníu
Pressan
Í gær

Martröðin byrjaði daginn eftir að þessi mynd var tekin

Martröðin byrjaði daginn eftir að þessi mynd var tekin
Pressan
Í gær

Er hann lélegasti þjófur heims? Fannst steinsofandi með allt þýfið í fanginu

Er hann lélegasti þjófur heims? Fannst steinsofandi með allt þýfið í fanginu