fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Pressan

Þetta leit út eins og bóla – Síðan fór þetta að hreyfast

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 9. júlí 2018 07:58

Hér sést ferðalag sníkjudýrsins. Mynd: New England Journal of Medicine

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í upphafi var þetta undir vinstra auganu og leit út eins og bóla. Fimm dögum eftir að hún tók fyrst eftir þessu færði þetta sig yfir vinstra augað. Tíu dögum síðar fór þetta aftur á ferðina og færði sig í efri vörina.

Það var 32 ára rússnesk kona sem lenti í þessu. Hún tók myndir af þessum hlut sem færðist til í andliti hennar og gat því sýnt fram á ferðalagið. The New England Journal of Medicine skýrir frá þessu. Konan leitaði til læknis sem uppgötvaði að sníkjudýr, ormur, var undir húð hennar og flutti sig reglulega um stað.

Konan hafði skömmu áður verið á ferð utan við Moskvu og var þá bitin af mýflugu. Talið er að sníkjudýrið hafi þá borist í hana. Þetta gerist stundum eftir því sem segir í umfjöllun Washington Post. Þá hefur mýflugan fengið fósturvísa sníkjudýrsins í sig við að sjúga blóð. Fósturvísirinn þroskast síðan í mýflugunni og verður að lirfu. Þegar mýflugan bítur dýr eða manneskju grípur lirfan tækifærið og skríður inn í nýjan hýsil og vex þar og verður að ormi.

Myndir sem konan tók. Mynd: New England Journal of Medicine.

Læknar náðu orminum úr andliti konunnar en þetta reyndist vera ormur af tegundinni Dirofilaria repens eða spóluormur en þeir leggjast yfirleitt á dýr á borð við hunda og ketti. Ormar þessarar tegundar geta orðið um 15 sm langir. Þeir eru yfirleitt ekki hættulegir en geta þó kallað fram ofnæmisviðbrögð.

Rússnesku konuna klæjaði og sveið undan orminum en annars fann hún lítið fyrir honum og slapp alveg heil á húfi frá þessari óþægilegu lífsreynslu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Í gær

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu
Pressan
Fyrir 2 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ferðin til Mallorca endaði með nokkurra daga hryllingi og björgunaraðgerð á flugvelli í Afríku

Ferðin til Mallorca endaði með nokkurra daga hryllingi og björgunaraðgerð á flugvelli í Afríku
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vaxandi áhyggjur af ofureldfjalli – Er það að vakna til lífsins?

Vaxandi áhyggjur af ofureldfjalli – Er það að vakna til lífsins?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Berst við 4. stigs krabbamein – Yfirmaðurinn pressar á hana að koma aftur til vinnu

Berst við 4. stigs krabbamein – Yfirmaðurinn pressar á hana að koma aftur til vinnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnalegt atvik í New York: Kveikti í sér fyrir framan dómshúsið þar sem réttað var yfir Trump

Óhugnalegt atvik í New York: Kveikti í sér fyrir framan dómshúsið þar sem réttað var yfir Trump