Pressan

Tveir karlar og kona ákærð fyrir ofbeldi og að nauðga karlmanni með kústskafti

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 9. júlí 2018 19:00

Tveir karlar og kona hafa verið ákærð fyrir að hafa beitt karlmann á fertugsaldri ofbeldi og nauðgað honum í húsi í Eidskog sem er austan við Osló í Noregi. Þetta gerðist í desember 2016. Karlarnir eru á þrítugs- og fimmtugsaldri en konan er á þrítugsaldri.

TV2 segir að fólkið sé allt ákært fyrir ofbeldisbrot gegn manninum. Hann var sleginn í andlitið, höfuðið og bringu. Hin ákærðu eru sögð hafa notað hnúajárn og kústskaft við ofbeldið.

Konan og yngri maðurinn eru ákærð fyrir kynferðisbrot með því að hafa neytt manninn til að liggja á fjórum fótum. Síðan er konan sögð hafa ýtt kústskafti upp í endaþarm hans.

Norska lögreglan komst á snoðir um málið þegar hún aðstoðaði sænsku lögregluna við rannsókn á grófri nauðgun sem átti sér stað í Charlottenberg í Svíþjóð, nærri norsku landamærunum.

Konan, sem er ákærð í norska málinu, var dæmd í tveggja ára fangelsi fyrir málið í Svíþjóð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Nágranni frá helvíti setti upp viðvörunarkerfi sem aðeins börn heyra í – Börnin þora ekki lengur út úr húsi

Nágranni frá helvíti setti upp viðvörunarkerfi sem aðeins börn heyra í – Börnin þora ekki lengur út úr húsi
Pressan
Í gær

Dularfullt hvarf 18 ára pilts – Sást hann í Kaupmannahöfn í síðustu viku?

Dularfullt hvarf 18 ára pilts – Sást hann í Kaupmannahöfn í síðustu viku?
Pressan
Í gær

„Landráð“ „Skammarlegt“ „Algjör uppgjöf“ – Þess vegna eru Bandaríkjamenn í áfalli eftir leiðtogafundinn í Helsinki

„Landráð“ „Skammarlegt“ „Algjör uppgjöf“ – Þess vegna eru Bandaríkjamenn í áfalli eftir leiðtogafundinn í Helsinki
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svíþjóð logar – Ástandið hefur aldrei verið verra á síðari tímum

Svíþjóð logar – Ástandið hefur aldrei verið verra á síðari tímum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Miklir skógareldar í Svíþjóð – Ógna mörgum íbúðarhúsum – Norskar þyrlur koma til aðstoðar í dag

Miklir skógareldar í Svíþjóð – Ógna mörgum íbúðarhúsum – Norskar þyrlur koma til aðstoðar í dag
Pressan
Fyrir 3 dögum

Missti milljónir fylgjenda á Twitter

Missti milljónir fylgjenda á Twitter