fbpx
Þriðjudagur 18.desember 2018
Pressan

Björgunarstörf í fullum gangi – „Strákarnir verða að gera hluti sem engin börn hafa gert áður“ – Súrefnisskortur yfirvofandi og ekki hægt að flytja meira súrefni inn

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 10. júlí 2018 07:49

Klukkan 3 í nótt, að íslenskum tíma, héldu 19 kafarar inn í Tham Luang hellinn í Taílandi til að sækja fjóra fótboltastráka og 25 ára þjálfara þeirra en þeir hafa setið þar fastir í rúmlega tvær vikur. Átta strákum var bjargað úr hellinum í gær og fyrradag og dveljast þeir nú á sjúkrahúsi og jafna sig eftir þessa erfiðu dvöl í hellinum. Danskur kafari, sem tekur þátt í björgunarstörfunum, segir að strákarnir verði að gera hluti sem engin börn hafi gert áður.

„Í dag er 10. júlí 2018. Dagurinn verður lengri en þeir fyrri en við munum fagna saman á endanum.“ Segir í færslu á Facebooksíðu taílensku sérsveitarinnar sem kemur að björgun strákanna.

Ivan Karadzic er danskur kafari sem hefur tekið þátt í björgunaraðgerðunum. Hann hrósaði strákunum í hástert í samtali við BBC.

„Þeir hafa neyðst til að gera hluti sem engin börn hafa gert áður. Það er ekki eðlilegt að kafa í helli þegar þú ert 11 ára. Þeir kafa við aðstæður sem eru taldar gríðarlega hættulegar, útsýnið er ekkert og eina ljósið sem er til staðar er það sem þú tekur með þér. Ég skil ekki hversu rólegir þeir eru . . . ótrúlega sterkir strákar.“

Læknir og þrír meðlimir taílensku sérsveitanna hafa verið hjá strákunum síðan þeir fundust fyrir rúmlega viku. Þeir yfirgefa hellinn einnig í dag.

Mikið rigndi í nótt og enn fleiri dælur hafa verið settar upp til að reyna að halda vatninu í hellakerfinu í skefjum. Norska ríkisútvarpið hefur eftir einum stjórnanda aðgerðanna að súrefnismagnið í hellinum sé nú orðið hættulega lágt, sé aðeins 15 prósent, og ekki sé hægt að flytja meira súrefni inn í hellinn. Þá hefur vatnsmagnið í hellakerfinu aukist síðan í gær og gerir aðgerðir dagsins erfiðari.

Hér fyrir neðan er hægt að horfa á beina fréttaútsendingu um björgunaraðgerðirnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 20 klukkutímum

Sænskur prófessor bjargaði nemanda sínum úr klóm ISIS

Sænskur prófessor bjargaði nemanda sínum úr klóm ISIS
Pressan
Fyrir 21 klukkutímum

Er virkilega hættulegt að nota eyrnapinna til að hreinsa eyrun?

Er virkilega hættulegt að nota eyrnapinna til að hreinsa eyrun?
Pressan
Í gær

3.600 hafa látist í átökum múslíma og kristinna í Nígeríu

3.600 hafa látist í átökum múslíma og kristinna í Nígeríu
Pressan
Í gær

Tvær öflugar sprengingar í Malmö í gærkvöldi og nótt

Tvær öflugar sprengingar í Malmö í gærkvöldi og nótt
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hendum skítnum beint í ruslið“ – Dönsk nýnasistasamtök dreifa áróðri

„Hendum skítnum beint í ruslið“ – Dönsk nýnasistasamtök dreifa áróðri
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta er nú hættulegasta fíkniefni Bandaríkjanna

Þetta er nú hættulegasta fíkniefni Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tók eigið líf vegna krabbameins, en ekkert mein fannst við líkskoðun

Tók eigið líf vegna krabbameins, en ekkert mein fannst við líkskoðun
Fyrir 4 dögum

Veiðikortið 2019 er komið út

Veiðikortið 2019 er komið út