Pressan

Blindur maður var að nota slípirokk í garðinum – Kveikti í sjálfum sér og þrjá elda til viðbótar

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 10. júlí 2018 19:00

Snarráður nágranni kom í veg fyrir manntjón og stórbruna í Mou á Norður-Jótlandi í Danmörku á sunnudaginn. Maðurinn sá þá að blindur nágranni hans, sem er á níræðialdri, var að skera olíutunnu með slípirokk og að neistar höfðu kveikt eld í fatnaði mannsins. Nágranninn árvökuli hljóp strax yfir í til gamla mannsins og slökkti eldinn í fatnaði hans.

En þar með var hremmingunum ekki lokið að sögn Nordjyske. Nágranninn sáð að eldur hafði kviknað út frá neistum sem höfðu borist í skraufaþurrt grasið í garðinum en varla hefur komið deigur dropi úr lofti í Danmörku í um tvo mánuði svo gróður er skraufaþurr. Nágranninn hringdi því í slökkviliðið.

Slökkviliðið mætti á vettvang með 14 menn sem slökktu eldinn. Þegar þeir höfðu rétt lokið við að slökkva gaus upp eldur í um 50 metra fjarlægð en þar brann pappi. Þegar búið var að slökkva þann eld fengu slökkviliðsmennirnir sér að drekka en voru varla byrjaðir að bergja á veigunum þegar eldur gaus upp um 20 metra frá þeim.

Það tók þá þrjár og hálfa klukkustund að ráða niðurlögum allra eldanna. Gamli maðurinn meiddist ekki alvarlega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Nágranni frá helvíti setti upp viðvörunarkerfi sem aðeins börn heyra í – Börnin þora ekki lengur út úr húsi

Nágranni frá helvíti setti upp viðvörunarkerfi sem aðeins börn heyra í – Börnin þora ekki lengur út úr húsi
Pressan
Í gær

Dularfullt hvarf 18 ára pilts – Sást hann í Kaupmannahöfn í síðustu viku?

Dularfullt hvarf 18 ára pilts – Sást hann í Kaupmannahöfn í síðustu viku?
Pressan
Í gær

„Landráð“ „Skammarlegt“ „Algjör uppgjöf“ – Þess vegna eru Bandaríkjamenn í áfalli eftir leiðtogafundinn í Helsinki

„Landráð“ „Skammarlegt“ „Algjör uppgjöf“ – Þess vegna eru Bandaríkjamenn í áfalli eftir leiðtogafundinn í Helsinki
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svíþjóð logar – Ástandið hefur aldrei verið verra á síðari tímum

Svíþjóð logar – Ástandið hefur aldrei verið verra á síðari tímum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Miklir skógareldar í Svíþjóð – Ógna mörgum íbúðarhúsum – Norskar þyrlur koma til aðstoðar í dag

Miklir skógareldar í Svíþjóð – Ógna mörgum íbúðarhúsum – Norskar þyrlur koma til aðstoðar í dag
Pressan
Fyrir 3 dögum

Missti milljónir fylgjenda á Twitter

Missti milljónir fylgjenda á Twitter