Pressan

Er Brexit í dauðateygjunum? Hvað segja bresku blöðin?

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 10. júlí 2018 12:30

Forsíða The Sun í dag.

Í gær tilkynnti Boris Johnson að hann segði af sér embætti utanríkisráðherra í bresku ríkisstjórninni. Hann hefur verið einn harðasti stuðningsmaður útgöngu Breta úr ESB, Brexit, og brotthvarf hans er mikið áfall fyrir Theresa May forsætisráðherra. Áður hafði David Davis, sem fór með samningamálin fyrir hönd Breta við ESB um útgönguna, sagt af sér embætti sem og aðstoðarráðherra hans. Johnson segir að áætlun May um samningaviðræðurnar við ESB sé ekki góð og feli í sér of náin tengsl við ESB.

Breskir fjölmiðlar fjalla að vonum mikið um málið í dag og sitt sýnist hverjum. Guardian segir að May hafi tekist á við Brexit-uppreisnarmennina og varað þá við að ef þeir flykki sér ekki að baki henni og fylgi stefnu ríkisstjórnarinnar eigi þeir á hættu að missa völdin til Jeremy Corby, leiðtoga Verkamannaflokksins, en hann vill gjarnan bola May úr embætti.

Financial Times segir að May virðist ætla að reyna að hanga á valdastól og berjast gegn öllum tilraunum til að velta henni úr sessi. Telegraph og The Times segja að klofningurinn í ríkisstjórninni þýði að Brexit sé úr sögunni og vitna í Boris Johnson sem sagði að „Brexit-draumurinn sé í dauðateygjunum“.

The Sun tekur aðeins aðra nálgun á þetta og biðlar til May og Johnson um að leggja deilurnar til hliðar þar til HM í knattspyrnu er lokið enda séu Englendingar að fara að spila í undanúrslitum keppninnar á morgun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Nágranni frá helvíti setti upp viðvörunarkerfi sem aðeins börn heyra í – Börnin þora ekki lengur út úr húsi

Nágranni frá helvíti setti upp viðvörunarkerfi sem aðeins börn heyra í – Börnin þora ekki lengur út úr húsi
Pressan
Í gær

Dularfullt hvarf 18 ára pilts – Sást hann í Kaupmannahöfn í síðustu viku?

Dularfullt hvarf 18 ára pilts – Sást hann í Kaupmannahöfn í síðustu viku?
Pressan
Í gær

„Landráð“ „Skammarlegt“ „Algjör uppgjöf“ – Þess vegna eru Bandaríkjamenn í áfalli eftir leiðtogafundinn í Helsinki

„Landráð“ „Skammarlegt“ „Algjör uppgjöf“ – Þess vegna eru Bandaríkjamenn í áfalli eftir leiðtogafundinn í Helsinki
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svíþjóð logar – Ástandið hefur aldrei verið verra á síðari tímum

Svíþjóð logar – Ástandið hefur aldrei verið verra á síðari tímum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Miklir skógareldar í Svíþjóð – Ógna mörgum íbúðarhúsum – Norskar þyrlur koma til aðstoðar í dag

Miklir skógareldar í Svíþjóð – Ógna mörgum íbúðarhúsum – Norskar þyrlur koma til aðstoðar í dag
Pressan
Fyrir 3 dögum

Missti milljónir fylgjenda á Twitter

Missti milljónir fylgjenda á Twitter