Pressan

Fimm mánaða barn fannst grafið undir rusli og trjágróðri – Hafði legið þar í níu klukkustundir

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 10. júlí 2018 22:00

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons

Á laugardagskvöldið var lögreglunni í Missoula sýslu í Bandaríkjunum tilkynnt um grunsamlega hegðun manns í Lolo Hot Springs. Maðurinn, Francis Carlton Crowley, hafði hótað fólki og var vopnaður skammbyssu. Það fylgdi einnig sögunni að fimm mánaða barn, sem Crowley átti að gæta, hefði ekki sést klukkustundum saman.

Lögreglumenn fundu Crowley fljótlega og handtóku hann en barnið fundu þeir ekki. Það var ekki til að bæta ástandið að Crowley var undir svo miklum áhrifum fíkniefna að hann gat ekki veitt neinar gagnlegar upplýsingar um hvar barnið væri. En út frá því sem hann sagði taldi lögreglan að barnið væri hugsanlega grafið einhversstaðar á svæðinu og því hófst umfangsmikil leit.

Eftir sex klukkustunda leit heyrði lögreglumaður lágan grát. Hann gekk á hljóðið og fann barnið á lífi. Það lá á grúfu undir trjágróðri og rusli. Þá var hitastigið á svæðinu aðeins 7 til 8 gráður og barnið því orðið kalt.

Barnið var strax flutt á sjúkrahús en læknar segja að það hafi sloppið vel og muni ná sér að fullu.

Francis Carlton Crowley.

Crowley, sem er ekki faðir barnsins, hefur verið kærður fyrir að hafa stofnað lífi barnsins í hættu og á von á fleiri kærum. Hann situr nú í gæsluvarðhaldi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Nágranni frá helvíti setti upp viðvörunarkerfi sem aðeins börn heyra í – Börnin þora ekki lengur út úr húsi

Nágranni frá helvíti setti upp viðvörunarkerfi sem aðeins börn heyra í – Börnin þora ekki lengur út úr húsi
Pressan
Í gær

Dularfullt hvarf 18 ára pilts – Sást hann í Kaupmannahöfn í síðustu viku?

Dularfullt hvarf 18 ára pilts – Sást hann í Kaupmannahöfn í síðustu viku?
Pressan
Í gær

„Landráð“ „Skammarlegt“ „Algjör uppgjöf“ – Þess vegna eru Bandaríkjamenn í áfalli eftir leiðtogafundinn í Helsinki

„Landráð“ „Skammarlegt“ „Algjör uppgjöf“ – Þess vegna eru Bandaríkjamenn í áfalli eftir leiðtogafundinn í Helsinki
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svíþjóð logar – Ástandið hefur aldrei verið verra á síðari tímum

Svíþjóð logar – Ástandið hefur aldrei verið verra á síðari tímum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Miklir skógareldar í Svíþjóð – Ógna mörgum íbúðarhúsum – Norskar þyrlur koma til aðstoðar í dag

Miklir skógareldar í Svíþjóð – Ógna mörgum íbúðarhúsum – Norskar þyrlur koma til aðstoðar í dag
Pressan
Fyrir 3 dögum

Missti milljónir fylgjenda á Twitter

Missti milljónir fylgjenda á Twitter