fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Foreldrar óttast um öryggi barna sinna – Hópnauðganir á barnungum stúlkum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 10. júlí 2018 07:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Foreldrar í Hørsholm, Nivå og Kokkedal á Sjálandi í Danmörku óttast margir hverjir um öryggi barna sinna eftir að fréttir bárust af hópnauðgunum á barnungum stúlkum, allt niður í 13 ára, á svæðinu. Talið er að nauðganirnar hafi átt sér stað á sex mánaða tímabili. Sex piltar sitja í gæsluvarðhaldi vegna rannsókna málanna.

Þrátt fyrir að hinir grunuðu sitji í gæsluvarðhaldi eru margir foreldrar áhyggjufullir og sleppa varla augunum af börnum sínum. Í umfjöllun Berlingske kemur fram að piltarnir neiti allir sök og að enn hafi ekki verið gefnar út ákærur á hendur þeim. Þeir eru allir innflytjendur í Danmörku.

Blaðamaður Berlingske heimsótti svæðið nýlega og ræddi við fólk sem er illa brugðið vegna málanna og hversu gróf þau eru. Samkvæmt dómbókum þá átti fyrsta nauðgunin sér stað um miðjan október á síðasta ári þegar sex piltar ruddust inn í hús í Kokkedal þar sem þrír þeirra neyddu 14 ára stúlku til munnmaka. Mánuði síðar réðust piltarnir aftur á þessa sömu stúlku og neyddu þrír þeirra hana til munnmaka og nauðguðu henni. Daginn eftir var enn og aftur ráðist á hana og hún beitt kynferðislegu ofbeldi.

Auk þessarar stúlku urðu fjórar aðrar stúlkur, á aldrinum 13 til 16 ára, fyrir grófu kynferðisofbeldi frá einum eða fleiri hinna handteknu. Þetta átti sér stað frá því í október þar til í apríl á þessu ári.

Það vakti athygli í síðasta mánuði þegar faðir eins hinna grunuðu sagði að ekki væri um nauðgun að ræða ef strákar væru með stelpu heima hjá henni. Hér er hægt að lesa frétt DV um þetta.

Lögreglan tekur málin mjög alvarlega og mikill þungi hefur verið í rannsókn þeirra. Henrik Gunst, sem stýrir rannsókn málanna, segir að hann hafi aldrei áður rannsakað svo gróf mál sem þessi. Piltarnir hafi ekki haft nein mörk og hafi litið á stúlkurnar sem einhverskonar hlaðborð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?