fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Pressan

Kafarar farnir inn í hellinn á nýjan leik – Fimm bíða björgunar –Bein útsending

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 10. júlí 2018 05:04

Frá björgunaraðgerðunum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björgunaraðgerðir hófust fyrir um tveimur klukkustundum í Taílandi en þá fóru kafarar inn í hellinn. Þar sitja fimm og bíða björgunar. Ekki er vitað hvort hægt verði að bjarga þeim öllum út í dag eða hvort það verði fjórir sem koma út í dag eins og í gær og fyrradag en reynt verður að koma öllum fimm út í dag. Því hefur verið velt upp að ef aðeins fjórir verði fluttir út í dag þá muni þjálfari strákanna bíða þar til á morgun.

Ríkisstjórinn í Chiang Rai segir að strákarnir átta, sem hefur nú þegar verið bjargað út, séu við góða heilsu en þeir dvelja nú á sjúkrahúsi og verða þar í minnst eina viku. Þeir eru sagðir hafa verið svangir en ágætlega á sig komnir andlega. Tveir eru sagðir vera með lungnabólgu.

Á fréttamannafundi í nótt sögðu stjórnendur aðgerðanna að þeir fimm sem bíða björgunar verði allir fluttir út úr hellinum í dag. 19 kafarar héldu inn í hellinn. Mikið hefur rignt í nótt á svæðinu en ástandið í hellakerfinu er samt sem áður talið ágætt. Aðgerðir hófust fyrr í dag en undanfarna tvo daga og er talið líklegt að mikil rigning eigi þar hlut að máli, að ekki sé hættandi á að bíða ef vatnsmagnið í hellakerfinu skyldi aukast.

https://www.youtube.com/watch?v=aIsh7TcjGFk

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig