Pressan

Það getur verið heilsunni hættulegt að sofa í köldu svefnherbergi

Ritstjórn Pressunnar
Þriðjudaginn 10. júlí 2018 20:30

Skyldi hún hafa notað 4-7-8 aðferðina?

Mörgum finnst gott að hafa kalt í svefnherberginu á nóttinni enda oft auðveldara að sofa djúpum og ótrufluðum svefni í köldu umhverfi en það getur verið varasamt og valdið heilsufarsvandamálum. Það er því umhugsunarvert hvort gott sé að kæla svefnherbergið of mikið niður fyrir nætursvefninn.

Ef það er of mikill hitamismunur á milli svefnherbergisins og annarra rýma í húsinu getur það skapað kjörskilyrði fyrir myglusvepp og hann er slæmur fyrir húsnæðið og heilsu fólks. Jan Ovesen, yfirlæknir og sérfræðingur í svefnvandamálum, segir að fólk sofi yfirleitt best við 16-17 gráðu hita.

Jeanette Standly Mikkelsen, orkuráðgjafi hjá dönsku vefsíðunni Bolius, ráðleggur fólki að halda hitanum á heimilum sínum í 20-22 gráðum til að koma í veg fyrir að myglusveppur nái að skjóta rótum en hann getur valdið heymæði og asma ef fólk er með ofnæmi.

Ef hitinn í svefnherberginu er meira en 5 gráðum minni en í öðrum rýmum er hætta á að kjöraðstæður fyrir vöxt myglusvepps myndist á yfirborðsflötum í herberginu. Hjá Bolius eru nokkur góð ráð gefin um hvernig er hægt að forðast þetta.

Skrúfa fyrir ofna á nóttinni og frá þegar farið er á fætur.

Lofta út áður en farið er að sofa. Það er í lagi að kæla loftið í svefnherberginu niður þegar á að fara að sofa. Það er því hægt að lofta út í 5-10 mínútur eftir að skrúfað hefur verið fyrir hitann.

Hafa 18 stiga hita í svefnherberginu á daginn. Það þarf ekki að vera jafn heitt þar inni og í öðrum rýmum allan daginn svo lengi sem hitamunurinn er ekki meiri en 5 gráður.

Hugsaðu þig vel um áður en þú sefur við opinn glugga. Það er í lagi að hafa gluggann opinn svo lengi sem það er ekki of kalt úti. Þegar glugginn er opinn þá er það ekki aðeins loftið í herberginu sem kólnar heldur einnig yfirborðsfletir og því er mjög mikilvægt að ná upp hita í svefnherberginu á daginn.

Loftaðu út á hverjum morgni. Það er mikilvægt að lofta út á morgnana til að losna við rakt loft úr herberginu, sérstaklega ef sofið er með lokaða glugga. Síðan er hægt að hækka hitann á nýjan leik.

Ekki láta húsgögn standa þétt upp við útvegg. Ef útveggurinn er illa einangraður þá er góð hugmynd að hafa 10 cm bil á milli húsgagna og veggs, þá getur ferskt loft leikið á milli og dregið úr líkunum á að myglusveppur myndist.

Þurrkaðu raka af yfirborðsflötum. Ef það myndast raki á innanverðum gluggunum á nóttunni skaltu þurrka hann með þurri tusku til að minnka líkurnar á að myglusveppur nái að skjóta rótum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagan bræddi hjörtu milljóna: Nú er talið að þetta hafi allt verið eitt stórt svindl

Sagan bræddi hjörtu milljóna: Nú er talið að þetta hafi allt verið eitt stórt svindl
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fimm eiga yfir höfði sér dauðadóm vegna morðsins á Khashoggi

Fimm eiga yfir höfði sér dauðadóm vegna morðsins á Khashoggi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ódýrari matur, leikföng og raftæki og aukinn kaupmáttur – Þetta búa nágrannar okkar við

Ódýrari matur, leikföng og raftæki og aukinn kaupmáttur – Þetta búa nágrannar okkar við
Pressan
Fyrir 2 dögum

Léttist um 50 kíló – „Vildi að ég hefði vitað af þessum gildrum“

Léttist um 50 kíló – „Vildi að ég hefði vitað af þessum gildrum“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mikil fjölgun hatursglæpa í Bandaríkjunum

Mikil fjölgun hatursglæpa í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Draugabáta rekur í tugatali upp á japanskar strendur

Draugabáta rekur í tugatali upp á japanskar strendur