Pressan

Þörf fyrir 65.000 nýjar íbúðir í Lundúnum á ári en aðeins 30.000 eru byggðar

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 10. júlí 2018 18:00

The Shard í Lundúnum. Mynd/Wikimedia Commons

Ekki er hægt að þenja Lundúni meira út því borgin er umkringd opnu landi þar sem ekki má byggja. Þetta er leyst með því að reisa hærri byggingar. Borgaryfirvöld segja að þörf sé á 65.000 nýjum íbúðum í borginn á ári en aðeins 30.000 eru byggðar. Fasteignamarkaðurinn er því lokaður mörgum af yngri kynslóðinni sem neyðast til að leigja íbúðir fyrir háar fjárhæðir eða einfaldlega flytja út úr borginni og eyða háum fúlgum í samgöngur til og frá vinnu í borginni.

Á sama tíma og mikill húsnæðisskortur er í borginni standa mörg þúsund íbúðir og hús auð. Talið er að allt að 20.000 íbúðir standi auðar allt árið. Þær eru margar hverjar í eigu auðugs fólks sem notar þær nær ekkert enda er kannski meira spennandi að halda sig í Kaliforníu, Frakklandi eða New York og kannski voru fasteignakaupin bara hugsuð sem fjárfesting.

Borgaryfirvöld segja að aðeins átta prósent fólks hafi efni á að kaupa 80 prósent þeirra íbúða sem eru byggðar í borginni. Það gefur því auga leið að það eru sárafáir sem geta fjárfest í eigin húsnæði í borginni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Nágranni frá helvíti setti upp viðvörunarkerfi sem aðeins börn heyra í – Börnin þora ekki lengur út úr húsi

Nágranni frá helvíti setti upp viðvörunarkerfi sem aðeins börn heyra í – Börnin þora ekki lengur út úr húsi
Pressan
Í gær

Dularfullt hvarf 18 ára pilts – Sást hann í Kaupmannahöfn í síðustu viku?

Dularfullt hvarf 18 ára pilts – Sást hann í Kaupmannahöfn í síðustu viku?
Pressan
Í gær

„Landráð“ „Skammarlegt“ „Algjör uppgjöf“ – Þess vegna eru Bandaríkjamenn í áfalli eftir leiðtogafundinn í Helsinki

„Landráð“ „Skammarlegt“ „Algjör uppgjöf“ – Þess vegna eru Bandaríkjamenn í áfalli eftir leiðtogafundinn í Helsinki
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svíþjóð logar – Ástandið hefur aldrei verið verra á síðari tímum

Svíþjóð logar – Ástandið hefur aldrei verið verra á síðari tímum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Miklir skógareldar í Svíþjóð – Ógna mörgum íbúðarhúsum – Norskar þyrlur koma til aðstoðar í dag

Miklir skógareldar í Svíþjóð – Ógna mörgum íbúðarhúsum – Norskar þyrlur koma til aðstoðar í dag
Pressan
Fyrir 3 dögum

Missti milljónir fylgjenda á Twitter

Missti milljónir fylgjenda á Twitter