Pressan

Þörf fyrir 65.000 nýjar íbúðir í Lundúnum á ári en aðeins 30.000 eru byggðar

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 10. júlí 2018 18:00

The Shard í Lundúnum. Mynd/Wikimedia Commons

Ekki er hægt að þenja Lundúni meira út því borgin er umkringd opnu landi þar sem ekki má byggja. Þetta er leyst með því að reisa hærri byggingar. Borgaryfirvöld segja að þörf sé á 65.000 nýjum íbúðum í borginn á ári en aðeins 30.000 eru byggðar. Fasteignamarkaðurinn er því lokaður mörgum af yngri kynslóðinni sem neyðast til að leigja íbúðir fyrir háar fjárhæðir eða einfaldlega flytja út úr borginni og eyða háum fúlgum í samgöngur til og frá vinnu í borginni.

Á sama tíma og mikill húsnæðisskortur er í borginni standa mörg þúsund íbúðir og hús auð. Talið er að allt að 20.000 íbúðir standi auðar allt árið. Þær eru margar hverjar í eigu auðugs fólks sem notar þær nær ekkert enda er kannski meira spennandi að halda sig í Kaliforníu, Frakklandi eða New York og kannski voru fasteignakaupin bara hugsuð sem fjárfesting.

Borgaryfirvöld segja að aðeins átta prósent fólks hafi efni á að kaupa 80 prósent þeirra íbúða sem eru byggðar í borginni. Það gefur því auga leið að það eru sárafáir sem geta fjárfest í eigin húsnæði í borginni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagan bræddi hjörtu milljóna: Nú er talið að þetta hafi allt verið eitt stórt svindl

Sagan bræddi hjörtu milljóna: Nú er talið að þetta hafi allt verið eitt stórt svindl
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fimm eiga yfir höfði sér dauðadóm vegna morðsins á Khashoggi

Fimm eiga yfir höfði sér dauðadóm vegna morðsins á Khashoggi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ódýrari matur, leikföng og raftæki og aukinn kaupmáttur – Þetta búa nágrannar okkar við

Ódýrari matur, leikföng og raftæki og aukinn kaupmáttur – Þetta búa nágrannar okkar við
Pressan
Fyrir 2 dögum

Léttist um 50 kíló – „Vildi að ég hefði vitað af þessum gildrum“

Léttist um 50 kíló – „Vildi að ég hefði vitað af þessum gildrum“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mikil fjölgun hatursglæpa í Bandaríkjunum

Mikil fjölgun hatursglæpa í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Draugabáta rekur í tugatali upp á japanskar strendur

Draugabáta rekur í tugatali upp á japanskar strendur