fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Pressan

Var flótti 12 norður-kóreskra kvenna til suðurs kannski ekki það sem þær vildu?

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 10. júlí 2018 20:00

Hótelið trónir yfir Pyongyang í Norður-Kóreu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kannski var ekki allt sem sýndist í apríl 2016 þegar 12 norður-kóreskar konur komu til Suður-Kóreu. Þær höfðu starfað á norður-kóreskum veitingastað í Kína en síðan fylgdi einn yfirmanna þeirra þeim yfir til Suður-Kóreu. Þá var talað um að þær hefðu flúið frá heimalandi sínu eins og svo margir aðrir hafa gert. En nú hafa vaknað spurningar um hvort þær hafi virkilega viljað enda í Suður-Kóreu.

Tomas Ojea Quintana sérstakur fulltrúi SÞ, sem rannsakar mannréttindi í Norður-Kóreu, hefur vakið máls á þessu. Hann hefur rætt við sumar af konunum. Suður-kóreska fréttastofan Yonhap skýrir frá þessu. Haft er eftir honum að það verði að virða vilja kvennanna sem fórnarlamba.

„Þegar ég kalla þær fórnarlömb gef ég um leið í skyn að þær geti hafa verið fórnarlömb svikastarfsemi.“

Er haft eftir honum. Hann segir að konurnar hafi mjög mismunandi skoðanir á að hafa endað í Suður-Kóreu en leggur áherslu á að hugsanlega hafi eitthvað „glæpsamlegt“ átt sér stað og að yfirvöldum í Suður-Kóreu beri skylda til að láta rannsaka málið ofan í kjölinn.

Stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa löngum sagt að konurnar hafi endað í Suður-Kóreu gegn vilja sínum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hvað verður um heilann úr OJ Simpson?

Hvað verður um heilann úr OJ Simpson?
Pressan
Í gær

Ráðagóðir menn björguðu sér með aðstoð pálmablaða

Ráðagóðir menn björguðu sér með aðstoð pálmablaða
Pressan
Fyrir 2 dögum

Í þessu landi seljast fleiri fullorðinsbleiur en barnableiur

Í þessu landi seljast fleiri fullorðinsbleiur en barnableiur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný rannsókn bendir til hugsanlegrar lækningar á HIV

Ný rannsókn bendir til hugsanlegrar lækningar á HIV
Pressan
Fyrir 3 dögum

Búrhvalir nota risastórar kúkasprengjur til að bjarga sér frá árásum háhyrninga

Búrhvalir nota risastórar kúkasprengjur til að bjarga sér frá árásum háhyrninga
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gleymd gögn frá Appologeimferðunum varpa ljósi á áður óþekkta atburði á tunglinu

Gleymd gögn frá Appologeimferðunum varpa ljósi á áður óþekkta atburði á tunglinu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hafði setið í fangelsi í 21 ár – Sá endursýndan sjónvarpsþátt fyrir tilviljun og gat sannað sakleysi sitt

Hafði setið í fangelsi í 21 ár – Sá endursýndan sjónvarpsþátt fyrir tilviljun og gat sannað sakleysi sitt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ofbeldisverk eru mikið vandamál í frönskum skólum

Ofbeldisverk eru mikið vandamál í frönskum skólum