Pressan

Var flótti 12 norður-kóreskra kvenna til suðurs kannski ekki það sem þær vildu?

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 10. júlí 2018 20:00

Frá Norður-Kóreu.

Kannski var ekki allt sem sýndist í apríl 2016 þegar 12 norður-kóreskar konur komu til Suður-Kóreu. Þær höfðu starfað á norður-kóreskum veitingastað í Kína en síðan fylgdi einn yfirmanna þeirra þeim yfir til Suður-Kóreu. Þá var talað um að þær hefðu flúið frá heimalandi sínu eins og svo margir aðrir hafa gert. En nú hafa vaknað spurningar um hvort þær hafi virkilega viljað enda í Suður-Kóreu.

Tomas Ojea Quintana sérstakur fulltrúi SÞ, sem rannsakar mannréttindi í Norður-Kóreu, hefur vakið máls á þessu. Hann hefur rætt við sumar af konunum. Suður-kóreska fréttastofan Yonhap skýrir frá þessu. Haft er eftir honum að það verði að virða vilja kvennanna sem fórnarlamba.

„Þegar ég kalla þær fórnarlömb gef ég um leið í skyn að þær geti hafa verið fórnarlömb svikastarfsemi.“

Er haft eftir honum. Hann segir að konurnar hafi mjög mismunandi skoðanir á að hafa endað í Suður-Kóreu en leggur áherslu á að hugsanlega hafi eitthvað „glæpsamlegt“ átt sér stað og að yfirvöldum í Suður-Kóreu beri skylda til að láta rannsaka málið ofan í kjölinn.

Stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa löngum sagt að konurnar hafi endað í Suður-Kóreu gegn vilja sínum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagan bræddi hjörtu milljóna: Nú er talið að þetta hafi allt verið eitt stórt svindl

Sagan bræddi hjörtu milljóna: Nú er talið að þetta hafi allt verið eitt stórt svindl
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fimm eiga yfir höfði sér dauðadóm vegna morðsins á Khashoggi

Fimm eiga yfir höfði sér dauðadóm vegna morðsins á Khashoggi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ódýrari matur, leikföng og raftæki og aukinn kaupmáttur – Þetta búa nágrannar okkar við

Ódýrari matur, leikföng og raftæki og aukinn kaupmáttur – Þetta búa nágrannar okkar við
Pressan
Fyrir 2 dögum

Léttist um 50 kíló – „Vildi að ég hefði vitað af þessum gildrum“

Léttist um 50 kíló – „Vildi að ég hefði vitað af þessum gildrum“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mikil fjölgun hatursglæpa í Bandaríkjunum

Mikil fjölgun hatursglæpa í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Draugabáta rekur í tugatali upp á japanskar strendur

Draugabáta rekur í tugatali upp á japanskar strendur