fbpx
Sunnudagur 17.febrúar 2019
Pressan

Höfðu milljónir af pókerspilurum með svindli

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 11. júlí 2018 23:00

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmargt efnafólk og þekkt fólk gekk í gildru félaga í bifhjólasamtökunum Hells Angels, sem eru skipulögð glæpasamtök, þegar fólkið spilaði póker. Gamlar íþróttastjörnur voru í slagtogi með Hells Angels í þessu svindli en gróðavonin var mikil enda var haft rangt við. Þegar upp var staðið höfðu afbrotamennirnir orðið sér úti um sem svarar til um 80 milljóna íslenskra króna.

Der Spiegel segir að nú séu lögreglan að reka endahnút á rannsókn málsins en þó eru ekki öll kurl komin til grafar. Berliner Kurier segir að svikastarfsemin hafi hafist 2014. Hún er byggð á kínverskum útbúnaði sem er hægt að kaupa á internetinu. Búnaðurinn er sagður kosta frá sem svarar til um 440.000 íslenskum krónum.

Með búnaðinum er hvert spil merkt með ákveðnu mynstri við brúnina. Þetta mynstur er ósýnilegt mannlegu auga en innrauð linsa á ekki í vandræðum með að lesa það. Aflesturinn er sendur í farsíma þar sem forrit tekur við þeim og breytir í töluð skilaboð. Þau eru send áfram í heyrnatól sem er falið í eyra gjafarans. Þannig veit hann alltaf hver er með bestu spilin. Gjafarinn notar síðan ákveðin tákn til að sýna samstarfsfólki sínu hvort það eigi að spila áfram eða hætta.

Fórnarlömbin voru aðallega fólk sem á nóg af peningum, þar á meðal þekkt fólk. Gamlar íþróttastjörnur voru notaðar til að komast í samband við vænleg fórnarlömb. Meðal þeirra íþróttamanna sem tóku þátt í þessu var Robert Teuber sem var þekktur hnefaleikakappi fyrir nokkrum árum. Hann er einnig viðriðinn morðmál þar sem hann starfaði sem dyravörður þegar félagar í Hells Angels skutu stuðningsmann Bandidos, sem eru skipulögð glæpasamtök, til bana.

Robert Teuber.

Knattspyrnumaðurinn Ronny Garbuschewski skuldaði manninum 20.000 evrur. Svo virðist sem morðið hafi verið liður í að tryggja hollustu Garbuschewski við Hells Angeles en hann samþykkti að taka þátt í pókersvindlinu til að losna undan skuld sinni. Garbuschewski er kannski ekki heimsþekktur knattspyrnumaður enda spilaði hann bara eitt tímabil í þýsku Bundesligunni. Hann var þó þekktur hjá lögreglunni því hann hafði eitt sinn reynt að selja sama Porsche bílinn þrisvar sinnum á netinu. Margir fyrrum liðsfélagar Garbuschewski komu að málinu og aðstoðuðu við að lokka fólk að spilaborðinu.

Enginn kvartaði né kærði

Svo ótrúlega vill til að ekkert fórnarlamba svikahrappanna kvartaði undan hremmingum sínum eða kærði til lögreglunnar. Ástæðan er líklega sú að bannað er að taka þátt í ólöglegu fjárhættuspili í Þýskalandi. Lögreglan veit heldur ekki enn hver öll fórnarlömbin voru en segir að sum þeirra hafi tapað svo háum fjárhæðum að þau hafi ekki getað greitt skuldir sínar.

Lögreglan telur að um 70 spilakvöld hafi verið haldin og að lágmarkshagnaður svikahrappanna hafi verið sem nemur rúmlega einni milljón íslenskra króna á hverju þessara kvölda. Spilakvöldin voru haldin víða um Þýskaland, til dæmis í Hamborg, Leipzig og Dresden.

Ronny Garbuschewski.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Eftir því sem tíminn leið fór að vera erfiðara að finna fólk sem vildi spila. Þá lá leið svikahrappanna til Mallorca á Spáni. Þar leigðu þeir 240 fermetra lúxuseinbýlishús. Þangað var ætlunin að lokka þekkt fólk því svikahrapparnir töldu víst að það ætti peninga. En þrátt fyrir gnægð áfengra drykkja, fallegar konur og lúxushús þá gekk „reksturinn“ illa og var hætt eftir fjögur kvöld.

Það var í maí á þessu ári sem 300 lögreglumenn réðust til atlögu við svikahrappana. Mikið magn pókerbúnaðar var haldlagt, fíkniefni, peningar og skotvopn.

Robert Garbuschewski hefur ekki fundist og gerir eflaust sitt besta til að forðast lögregluna en Robert Teuber situr hins vegar í gæsluvarðhaldi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Giftist kjálkalausri uppvakninga brúðu

Giftist kjálkalausri uppvakninga brúðu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hrottalegt morð í Kaupmannahöfn kallaði á róttækar vinnuaðferðir lögreglunnar

Hrottalegt morð í Kaupmannahöfn kallaði á róttækar vinnuaðferðir lögreglunnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Óhugnanleg aðkoma í hlöðunni – Vannærð börn lokuð inni í hundabúri

Óhugnanleg aðkoma í hlöðunni – Vannærð börn lokuð inni í hundabúri
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svíþjóð – Dæmdur fyrir að myrða eiginkonu sína – Hún vildi „lifa frjáls eins og sænsk kona“

Svíþjóð – Dæmdur fyrir að myrða eiginkonu sína – Hún vildi „lifa frjáls eins og sænsk kona“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lögreglumenn slá í gegn á netinu – Hverjum hefði dottið í hug að lögreglumenn geri þetta á næturvaktinni? Myndband

Lögreglumenn slá í gegn á netinu – Hverjum hefði dottið í hug að lögreglumenn geri þetta á næturvaktinni? Myndband
Pressan
Fyrir 3 dögum

Falsað krabbameinslyf í umferð í Evrópu – Inniheldur bara parasetamól

Falsað krabbameinslyf í umferð í Evrópu – Inniheldur bara parasetamól
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sögð hafa gefið eiginmanninum frostlög og kveikt í húsinu: Vildi giftast fanga sem afplánar lífstíðardóm

Sögð hafa gefið eiginmanninum frostlög og kveikt í húsinu: Vildi giftast fanga sem afplánar lífstíðardóm
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sá fjölskyldu sína myrta aðeins sjö ára gamall og var neyddur í stríð: „Svona lagað hverfur aldrei, þetta er morð á sálina“

Sá fjölskyldu sína myrta aðeins sjö ára gamall og var neyddur í stríð: „Svona lagað hverfur aldrei, þetta er morð á sálina“