Pressan

Hundur bjargaði lífi sex sérsveitarmanna í Sýrlandi – Réðst á þrjá íslamska öfgamenn og drap og særði

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 11. júlí 2018 08:10

Belgian Malinois. Mynd:Wikimedia Commons

Þegar liðsmenn SAS úrvalssveita breska hersins voru í eftirlitsferð í Sýrlandi stöðvuðu þeir brynvarðar bifreiðar sína í litlu þorpi og fóru sex hermenn út til að halda áfram á fæti. En skömmu eftir að þeir yfirgáfu bifreiðarnar lentu þeir í umsátri. Þeir voru umkringdir og sóttu öfasinnaðir íslamistar að þeim úr öllum áttum á meðan hermennirnir og öfgamennirnir skiptust á skotum.

Hermennirnir slepptu þá hundi, sem var með þeim í för, lausum. Um er að ræða sérþjálfaðan hund af tegundinni Belgian Malinois en þetta er fjárhundur sem er þekktur fyrir hugrekki. Samkvæmt frétt Daily Star þá hljóp hundurinn að öfgamanni, sem var með vélbyssu, og beit hann í hálsinn og drap. Því næst réðst hann á tvo aðra árásarmenn og slasaði þá alvarlega. Við þetta urðu hinir sex árásarmennirnir svo hræddir að þeir lögðu á flótta.

Þetta er sagt hafa gerst fyrir tveimur mánuðum en SAS hélt þessu leyndu þar til nýlega af öryggisástæðum.

Það fylgir sögunni að hundurinn hafi verið nær ómeiddur eftir þetta. Stjórnandi hermannanna segir að hundurinn hafi bjargað lífi þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Nágranni frá helvíti setti upp viðvörunarkerfi sem aðeins börn heyra í – Börnin þora ekki lengur út úr húsi

Nágranni frá helvíti setti upp viðvörunarkerfi sem aðeins börn heyra í – Börnin þora ekki lengur út úr húsi
Pressan
Í gær

Dularfullt hvarf 18 ára pilts – Sást hann í Kaupmannahöfn í síðustu viku?

Dularfullt hvarf 18 ára pilts – Sást hann í Kaupmannahöfn í síðustu viku?
Pressan
Í gær

„Landráð“ „Skammarlegt“ „Algjör uppgjöf“ – Þess vegna eru Bandaríkjamenn í áfalli eftir leiðtogafundinn í Helsinki

„Landráð“ „Skammarlegt“ „Algjör uppgjöf“ – Þess vegna eru Bandaríkjamenn í áfalli eftir leiðtogafundinn í Helsinki
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svíþjóð logar – Ástandið hefur aldrei verið verra á síðari tímum

Svíþjóð logar – Ástandið hefur aldrei verið verra á síðari tímum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Miklir skógareldar í Svíþjóð – Ógna mörgum íbúðarhúsum – Norskar þyrlur koma til aðstoðar í dag

Miklir skógareldar í Svíþjóð – Ógna mörgum íbúðarhúsum – Norskar þyrlur koma til aðstoðar í dag
Pressan
Fyrir 3 dögum

Missti milljónir fylgjenda á Twitter

Missti milljónir fylgjenda á Twitter