Pressan

Mistök við frímerkjaútgáfu kosta póstinn milljónir

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 11. júlí 2018 22:00

Frímerkið góða.

Frelsisstyttan í New York er heimsþekkt og milljónir manna berja hana augum ár hvert. En það eru kannski ekki allir sem vita að hún á sér tvífara, eða því sem næst, í Las Vegas. Tvífarinn komst heldur betur í kastljósið fyrir átta árum vegna mistaka bandarísku póstþjónustunnar. Mistök sem juku frægð tvífarans og urðu póstþjónustunni dýr þegar upp var staðið.

Það var 2010 sem bandaríska póstþjónustan USPS gaf út nýja frímerkjaseríu með nærmynd af andliti Frelsisstytunnar. En þar á bæ hafði fólki yfirsést að myndin, sem var notuð, var nærmynd af andliti tvífarans í Las Vegas.

Frelsisstyttan í New York. Mynd:Wikimedia Commons

Það var frímerkjasafnari sem uppgötvaði mistökin og í framhaldinu neyddist póstþjónustan til að játa upp á sig skömmina. Það fylgdi þó sögunni að þeir þrír milljarðar frímerkja, sem prentuð höfðu verið, yrðu ekki innkölluð.

Frelsisstyttan í Las Vegas. Mynd:Wikimedia Commons

En Robert Davidson, sem bjó tvífarann til, var ekki sáttur við þessa notkun á listaverki hans á frímerki og krafðist bóta fyrir brot á höfundarrétti. Nýlega féll svo dómur í málinu og þarf USPS að greiða Davidson 3,5 milljónir dollara. Það er þó huggun harmi gegn fyrir póstþjónustuna að það er ekki mikið ef miðað er við að myndirnar voru notaðar á þrjá milljarða frímerkja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagan bræddi hjörtu milljóna: Nú er talið að þetta hafi allt verið eitt stórt svindl

Sagan bræddi hjörtu milljóna: Nú er talið að þetta hafi allt verið eitt stórt svindl
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fimm eiga yfir höfði sér dauðadóm vegna morðsins á Khashoggi

Fimm eiga yfir höfði sér dauðadóm vegna morðsins á Khashoggi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ódýrari matur, leikföng og raftæki og aukinn kaupmáttur – Þetta búa nágrannar okkar við

Ódýrari matur, leikföng og raftæki og aukinn kaupmáttur – Þetta búa nágrannar okkar við
Pressan
Fyrir 2 dögum

Léttist um 50 kíló – „Vildi að ég hefði vitað af þessum gildrum“

Léttist um 50 kíló – „Vildi að ég hefði vitað af þessum gildrum“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mikil fjölgun hatursglæpa í Bandaríkjunum

Mikil fjölgun hatursglæpa í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Draugabáta rekur í tugatali upp á japanskar strendur

Draugabáta rekur í tugatali upp á japanskar strendur