Pressan

Mistök við frímerkjaútgáfu kosta póstinn milljónir

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 11. júlí 2018 22:00

Frímerkið góða.

Frelsisstyttan í New York er heimsþekkt og milljónir manna berja hana augum ár hvert. En það eru kannski ekki allir sem vita að hún á sér tvífara, eða því sem næst, í Las Vegas. Tvífarinn komst heldur betur í kastljósið fyrir átta árum vegna mistaka bandarísku póstþjónustunnar. Mistök sem juku frægð tvífarans og urðu póstþjónustunni dýr þegar upp var staðið.

Það var 2010 sem bandaríska póstþjónustan USPS gaf út nýja frímerkjaseríu með nærmynd af andliti Frelsisstytunnar. En þar á bæ hafði fólki yfirsést að myndin, sem var notuð, var nærmynd af andliti tvífarans í Las Vegas.

Frelsisstyttan í New York. Mynd:Wikimedia Commons

Það var frímerkjasafnari sem uppgötvaði mistökin og í framhaldinu neyddist póstþjónustan til að játa upp á sig skömmina. Það fylgdi þó sögunni að þeir þrír milljarðar frímerkja, sem prentuð höfðu verið, yrðu ekki innkölluð.

Frelsisstyttan í Las Vegas. Mynd:Wikimedia Commons

En Robert Davidson, sem bjó tvífarann til, var ekki sáttur við þessa notkun á listaverki hans á frímerki og krafðist bóta fyrir brot á höfundarrétti. Nýlega féll svo dómur í málinu og þarf USPS að greiða Davidson 3,5 milljónir dollara. Það er þó huggun harmi gegn fyrir póstþjónustuna að það er ekki mikið ef miðað er við að myndirnar voru notaðar á þrjá milljarða frímerkja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Nágranni frá helvíti setti upp viðvörunarkerfi sem aðeins börn heyra í – Börnin þora ekki lengur út úr húsi

Nágranni frá helvíti setti upp viðvörunarkerfi sem aðeins börn heyra í – Börnin þora ekki lengur út úr húsi
Pressan
Í gær

Dularfullt hvarf 18 ára pilts – Sást hann í Kaupmannahöfn í síðustu viku?

Dularfullt hvarf 18 ára pilts – Sást hann í Kaupmannahöfn í síðustu viku?
Pressan
Í gær

„Landráð“ „Skammarlegt“ „Algjör uppgjöf“ – Þess vegna eru Bandaríkjamenn í áfalli eftir leiðtogafundinn í Helsinki

„Landráð“ „Skammarlegt“ „Algjör uppgjöf“ – Þess vegna eru Bandaríkjamenn í áfalli eftir leiðtogafundinn í Helsinki
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svíþjóð logar – Ástandið hefur aldrei verið verra á síðari tímum

Svíþjóð logar – Ástandið hefur aldrei verið verra á síðari tímum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Miklir skógareldar í Svíþjóð – Ógna mörgum íbúðarhúsum – Norskar þyrlur koma til aðstoðar í dag

Miklir skógareldar í Svíþjóð – Ógna mörgum íbúðarhúsum – Norskar þyrlur koma til aðstoðar í dag
Pressan
Fyrir 3 dögum

Missti milljónir fylgjenda á Twitter

Missti milljónir fylgjenda á Twitter