Pressan

Smáhestur sópaðist burt í miklum flóðum – Fannst uppi á húsþaki

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 11. júlí 2018 17:30

Leaf uppi á þaki. Mynd:Twitter

Mikil flóð hafa verið í Japan undanfarið í kjölfar mikilla rigninga og hafa á annað hundrað manns látist og milljónir hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Dýrin fara ekki varhluta af þessum miklu flóðum frekar en mennirnir. Smáhesturinn Leaf sást hverfa ofan í vatnsmikla á í vikunni. Óttast var að þessi níu ára gamla hryssa hefði drukknað. Leit bar engan árangur í fyrstu.

En þegar flóðin fóru að sjatna var hringt í umsjónarfólk Leaf og þeim tilkynnt að hún væri fundin, uppi á húsþaki. Hún var þakin aur og meidd á einum fæti en annars í góðu ásigkomulagi.

Enginn veit hvernig Leaf endaði uppi á húsþaki því íbúar á svæðinu segja að vatnið hafi aldrei náð svo hátt að það hefði getað borið hana upp á húsþak. Það var síðan ákveðinn höfuðverkur að koma henni niður af þakinu en gulrætur gerðu sitt til að halda henni rólegri og síðan var henni komið inn um glugga á húsinu og niður stiga og út.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagan bræddi hjörtu milljóna: Nú er talið að þetta hafi allt verið eitt stórt svindl

Sagan bræddi hjörtu milljóna: Nú er talið að þetta hafi allt verið eitt stórt svindl
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fimm eiga yfir höfði sér dauðadóm vegna morðsins á Khashoggi

Fimm eiga yfir höfði sér dauðadóm vegna morðsins á Khashoggi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ódýrari matur, leikföng og raftæki og aukinn kaupmáttur – Þetta búa nágrannar okkar við

Ódýrari matur, leikföng og raftæki og aukinn kaupmáttur – Þetta búa nágrannar okkar við
Pressan
Fyrir 2 dögum

Léttist um 50 kíló – „Vildi að ég hefði vitað af þessum gildrum“

Léttist um 50 kíló – „Vildi að ég hefði vitað af þessum gildrum“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mikil fjölgun hatursglæpa í Bandaríkjunum

Mikil fjölgun hatursglæpa í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Draugabáta rekur í tugatali upp á japanskar strendur

Draugabáta rekur í tugatali upp á japanskar strendur