Pressan

Þess vegna verður þú að hætta að vaska upp í höndum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 11. júlí 2018 21:30

Það er djúpt í mannlegu eðli okkar að telja að ekkert taki okkur sjálfum fram og að nútímatækni geti ekki gert betur en við. Nærtækt dæmi er uppþvottavélin en hún kom fram á sjónarsviðið um miðja nítjándu öld. En nú, rúmlega einni og hálfri öld síðar, þvo mörg okkar enn diska og glös upp í höndum eða skolum af þeim og skrúbbum jafnvel lítillega áður en sett er í vélina.

En þetta eigum við ekki að gera. Uppþvottavélar nútímans eru hraðvirkari og þrífa betur en við getum gert sjálf. Þess utan er umhverfisvænna að nota þær en að vaska upp í höndum. Það er því eiginlega bara kominn tími til að láta vélarnar alfarið um uppvaskið.

Í umfjöllun Science Alert um málið kemur fram að enn sé sú mýta lífsseig að það skili hreinna leirtaui og sé betra fyrir umhverfið að þvo upp í höndum, sérstaklega ef ekki er notað meira en ein vaskfylli af vatni í hvert sinn. Rannsóknir hafa hinsvegar sýnt að svo er ekki lengur. Uppþvottavélar noti lítið rafmagn og vatn. Fram kemur að ef vaska á sama magn og kemst í hefðbundna uppþvottavél upp í höndum án þess að nota meira vatn megi vatn ekki renna í meira en tvær mínútur úr krananum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Nágranni frá helvíti setti upp viðvörunarkerfi sem aðeins börn heyra í – Börnin þora ekki lengur út úr húsi

Nágranni frá helvíti setti upp viðvörunarkerfi sem aðeins börn heyra í – Börnin þora ekki lengur út úr húsi
Pressan
Í gær

Dularfullt hvarf 18 ára pilts – Sást hann í Kaupmannahöfn í síðustu viku?

Dularfullt hvarf 18 ára pilts – Sást hann í Kaupmannahöfn í síðustu viku?
Pressan
Í gær

„Landráð“ „Skammarlegt“ „Algjör uppgjöf“ – Þess vegna eru Bandaríkjamenn í áfalli eftir leiðtogafundinn í Helsinki

„Landráð“ „Skammarlegt“ „Algjör uppgjöf“ – Þess vegna eru Bandaríkjamenn í áfalli eftir leiðtogafundinn í Helsinki
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svíþjóð logar – Ástandið hefur aldrei verið verra á síðari tímum

Svíþjóð logar – Ástandið hefur aldrei verið verra á síðari tímum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Miklir skógareldar í Svíþjóð – Ógna mörgum íbúðarhúsum – Norskar þyrlur koma til aðstoðar í dag

Miklir skógareldar í Svíþjóð – Ógna mörgum íbúðarhúsum – Norskar þyrlur koma til aðstoðar í dag
Pressan
Fyrir 3 dögum

Missti milljónir fylgjenda á Twitter

Missti milljónir fylgjenda á Twitter