Pressan

Trump leggur refsitolla á enn fleiri kínverskar vörur að verðmæti allt að 200 milljarða dollara

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 11. júlí 2018 16:37

Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur fyrirskipað að refsitollar verði lagðir á kínverskar vörur að verðmæti 200 milljarða dollara. Þetta eru viðbrögð við þeim refsitollum sem Kínverjar lögðu á bandarískar vörur að verðmæti 34 milljarða dollara og hótana þeirra um að leggja tolla á enn fleiri vörur.

Reiknað er með að Kínverjar muni svara þessum tollum en þeir geta þó ekki lagt refsitolla á bandarískar vörur fyrir svipað verðmæti því innflutningur þeirra frá Bandaríkjunum á síðasta ári nam aðeins 135 milljörðum dollara. En reikna má með að Kínverjar muni svara eftir öðrum leiðum. Til dæmis geta þeir gert Kínverjum erfiðara fyrir með að ferðast til Bandaríkjanna eða gert bandarískum fyrirtækjum erfitt fyrir að vera með rekstur í Kína.

Margir áhrifamiklir repúblikanar hafa gagnrýnt þessa tolla og segja þá ekki munu hafa neitt gott í för með sér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagan bræddi hjörtu milljóna: Nú er talið að þetta hafi allt verið eitt stórt svindl

Sagan bræddi hjörtu milljóna: Nú er talið að þetta hafi allt verið eitt stórt svindl
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fimm eiga yfir höfði sér dauðadóm vegna morðsins á Khashoggi

Fimm eiga yfir höfði sér dauðadóm vegna morðsins á Khashoggi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ódýrari matur, leikföng og raftæki og aukinn kaupmáttur – Þetta búa nágrannar okkar við

Ódýrari matur, leikföng og raftæki og aukinn kaupmáttur – Þetta búa nágrannar okkar við
Pressan
Fyrir 2 dögum

Léttist um 50 kíló – „Vildi að ég hefði vitað af þessum gildrum“

Léttist um 50 kíló – „Vildi að ég hefði vitað af þessum gildrum“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mikil fjölgun hatursglæpa í Bandaríkjunum

Mikil fjölgun hatursglæpa í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Draugabáta rekur í tugatali upp á japanskar strendur

Draugabáta rekur í tugatali upp á japanskar strendur