Pressan

Trump leggur refsitolla á enn fleiri kínverskar vörur að verðmæti allt að 200 milljarða dollara

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 11. júlí 2018 16:37

Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur fyrirskipað að refsitollar verði lagðir á kínverskar vörur að verðmæti 200 milljarða dollara. Þetta eru viðbrögð við þeim refsitollum sem Kínverjar lögðu á bandarískar vörur að verðmæti 34 milljarða dollara og hótana þeirra um að leggja tolla á enn fleiri vörur.

Reiknað er með að Kínverjar muni svara þessum tollum en þeir geta þó ekki lagt refsitolla á bandarískar vörur fyrir svipað verðmæti því innflutningur þeirra frá Bandaríkjunum á síðasta ári nam aðeins 135 milljörðum dollara. En reikna má með að Kínverjar muni svara eftir öðrum leiðum. Til dæmis geta þeir gert Kínverjum erfiðara fyrir með að ferðast til Bandaríkjanna eða gert bandarískum fyrirtækjum erfitt fyrir að vera með rekstur í Kína.

Margir áhrifamiklir repúblikanar hafa gagnrýnt þessa tolla og segja þá ekki munu hafa neitt gott í för með sér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Nágranni frá helvíti setti upp viðvörunarkerfi sem aðeins börn heyra í – Börnin þora ekki lengur út úr húsi

Nágranni frá helvíti setti upp viðvörunarkerfi sem aðeins börn heyra í – Börnin þora ekki lengur út úr húsi
Pressan
Í gær

Dularfullt hvarf 18 ára pilts – Sást hann í Kaupmannahöfn í síðustu viku?

Dularfullt hvarf 18 ára pilts – Sást hann í Kaupmannahöfn í síðustu viku?
Pressan
Í gær

„Landráð“ „Skammarlegt“ „Algjör uppgjöf“ – Þess vegna eru Bandaríkjamenn í áfalli eftir leiðtogafundinn í Helsinki

„Landráð“ „Skammarlegt“ „Algjör uppgjöf“ – Þess vegna eru Bandaríkjamenn í áfalli eftir leiðtogafundinn í Helsinki
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svíþjóð logar – Ástandið hefur aldrei verið verra á síðari tímum

Svíþjóð logar – Ástandið hefur aldrei verið verra á síðari tímum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Miklir skógareldar í Svíþjóð – Ógna mörgum íbúðarhúsum – Norskar þyrlur koma til aðstoðar í dag

Miklir skógareldar í Svíþjóð – Ógna mörgum íbúðarhúsum – Norskar þyrlur koma til aðstoðar í dag
Pressan
Fyrir 3 dögum

Missti milljónir fylgjenda á Twitter

Missti milljónir fylgjenda á Twitter