fbpx
Pressan

Danskir vísindamenn hafa þróað bóluefni gegn berklum

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 12. júlí 2018 18:29

Dönskum vísindamönnum hefur tekist að þróa bóluefni gegn berklum. Miklar vonir eru bundnar við bóluefnið þar sem það veitir einnig vörn gegn ónæmu berklaafbrigði sem hefur sótt mikið á undanfarin ár. Þetta er fyrsta bóluefnið gegn berklum sem kemur fram á sjónarsviðið í 100 ár eða síðan Calmette-bóluefnið var þróað.

Það eru vísindamenn hjá Statens Serum Institut sem hafa unnið að þróun bóluefnisins með þessum góða árangri. Talið er að þegar búið verður að fullþróa bóluefnið muni það gagnast við enn áhrifaríkari baráttu gegn þeim vágesti sem berklar eru. Um þriðjungur jarðarbúa er smitaður af berklum og um 1,7 milljónir láta lífið af völdum þeirra árlega.

Vísindamenn um allan heim hafa reynt að þróa bóluefni við berklum árum saman því Calmette-bóluefnið gagnast aðallega hjá börnum og áhrif þess dvína með árunum þannig að það veitir fullorðnum ekki lengur vernd.

Nú hefur dönsku vísindamönnunum tekist að yfirfæra góðan árangur af tilraunum með bóluefnið á músum yfir í tilraunir á fólki en tilraunir voru gerðar á 1.000 manns í Suður-Afríku.

Jótlandspósturinn segir að vonir standi til að bóluefnið verði tilbúið til notkunar eftir fimm til átta ár. Næsta skref í þróun þess er að gera tilraunir með þróaðri gerð þess en hingað til á fólki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Vetur konungur mættur
Pressan
Í gær

Nauðgað á hrottafenginn hátt árið 2007 – Sex árum seinna náði hún fram hefndum

Nauðgað á hrottafenginn hátt árið 2007 – Sex árum seinna náði hún fram hefndum
Pressan
Í gær

Pantaði bíl frá Uber – Ferðin varð stórundarleg

Pantaði bíl frá Uber – Ferðin varð stórundarleg
Pressan
Í gær

Bankastjóri Danske Bank hættir í skugga peningaþvættishneykslis

Bankastjóri Danske Bank hættir í skugga peningaþvættishneykslis
Pressan
Í gær

Kóreuríkin ætla að sækja saman um að halda Ólympíuleikana

Kóreuríkin ætla að sækja saman um að halda Ólympíuleikana
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hefndi sín grimmilega á fyrrverandi – Ótrúlegt umgengnismál og lögreglan vissi ekki hverju hún átti að trúa

Hefndi sín grimmilega á fyrrverandi – Ótrúlegt umgengnismál og lögreglan vissi ekki hverju hún átti að trúa
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sænsk rannsókn vekur efasemdir um aldursgreiningar á hælisleitendum

Sænsk rannsókn vekur efasemdir um aldursgreiningar á hælisleitendum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tveir hælisleitendur á unglingsaldri myrtir í Þrándheimi í gærkvöldi – Árásarmaðurinn alvarlega særður eftir skot lögreglu

Tveir hælisleitendur á unglingsaldri myrtir í Þrándheimi í gærkvöldi – Árásarmaðurinn alvarlega særður eftir skot lögreglu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Emmy verðlaunin voru afhent í nótt – Game of Thrones besta þáttaröðin

Emmy verðlaunin voru afhent í nótt – Game of Thrones besta þáttaröðin