fbpx
Sunnudagur 17.febrúar 2019
Pressan

Dullarfulla pakkamálið – Sjö sendingar til sjö kvenna á átta árum – Hver sendi pakkana og af hverju?

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 12. júlí 2018 07:39

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á undanförnum árum hafa að minnsta kosti sjö konur fundið plastpoka á bílum sínum í bænum Leknes í Lófóten í Noregi. Þær vita ekki hver setti pokana á bíla þeirra eða af hverju. Innihaldið var keimlíkt í þeim öllum og ekki endilega eitthvað sem gagnast konunum.

Síðasta tilfellið var í síðustu viku þegar Celia Williams Lundh fann plastpoka á vélarhlíf bílsins síns þegar hún hafði lokið kvöldvakt og var á leið heim. Í samtali við TV2 sagðist hún í fyrstu hafa haldið að einhver hefði gleymt pokanum á bílnum en enga manneskju hafi verið að sjá nærri bílnum. Hún tók því pokann með heim og opnaði síðan pakkana sem voru í honum.

Í þeim var einn poki af haframjöli, tveir sígarettupakkar og klukka. Að vonum var Celia mjög hissa á þessu. Hún birti því færslu á Facebook til að kanna hvort einhver vissi eitthvað um málið. Færslan leiddi til að sex konur til viðbótar skýrðu frá samskonar gjöfum sem þær hafa fengið á undanförnum átta árum að sögn Lofotposten. Ekki er útilokað að þær séu fleiri þar sem ekki er víst að allar hafi séð Facebookfærsluna.

Ein þeirra sem hefur einnig fengið poka með svona gjöfum í er Monica Andersen en hún fann poka á vélarhlíf bíls síns í desember 2013. Í honum voru pakki af haframjöli, tveir sígarettupakkar (Marlboro Gold) og klukka. Monica reykti Marlboro Gold á þessum tíma og taldi því að einhver sem hún þekkir hefði skilið pokann eftir á bílnum. Hún var í sambandi á þessum tíma og hringdi í manninn til að spyrja hvort hann hefði skilið pokann eftir en svo var ekki. Hún lýsti eftir eiganda pokans á Facebook, hafði samband við lögregluna og verslunina, sem pokinn var frá, en komst engu nær lausn málsins. Hún ákvað því að halda gjöfunum og segist hafa notað klukkuna hvern einasta dag síðan.

„Ég er mjög ánægð með klukkuna. Ég hef notað hana í fimm ár og ekkert skelfilegt hefur komið fyrir mig.“

Sagði hún í samtali við TV2.

Hinar konurnar, sem gáfu sig fram, hafa heldur ekki hugmynd um hver gaf þeim þessar undarlegu gjafir eða af hverju. Það er heldur ekki að sjá neitt mynstur í hver fær gjafir nema hvað það eru alltaf konur. Margir af pokunum hafa fundist á bílum utan við Lofotsenteret í Leknes.

Það bætti ekki líðan Celia að heyra að fleiri konur hafi lent í þessu sama. Hún sagðist hafa orðið mjög hrædd og hafi farið að hugsa um hver hafi verið að verki og hafi orðið mjög hrædd við viðkomandi. Hún sagðist telja að viðkomandi þarfnist hjálpar. Það sé óþægilegt að hugsa til þess að kannski hafi viðkomandi staðið og horft á hana taka pokann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Giftist kjálkalausri uppvakninga brúðu

Giftist kjálkalausri uppvakninga brúðu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hrottalegt morð í Kaupmannahöfn kallaði á róttækar vinnuaðferðir lögreglunnar

Hrottalegt morð í Kaupmannahöfn kallaði á róttækar vinnuaðferðir lögreglunnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Óhugnanleg aðkoma í hlöðunni – Vannærð börn lokuð inni í hundabúri

Óhugnanleg aðkoma í hlöðunni – Vannærð börn lokuð inni í hundabúri
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svíþjóð – Dæmdur fyrir að myrða eiginkonu sína – Hún vildi „lifa frjáls eins og sænsk kona“

Svíþjóð – Dæmdur fyrir að myrða eiginkonu sína – Hún vildi „lifa frjáls eins og sænsk kona“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lögreglumenn slá í gegn á netinu – Hverjum hefði dottið í hug að lögreglumenn geri þetta á næturvaktinni? Myndband

Lögreglumenn slá í gegn á netinu – Hverjum hefði dottið í hug að lögreglumenn geri þetta á næturvaktinni? Myndband
Pressan
Fyrir 3 dögum

Falsað krabbameinslyf í umferð í Evrópu – Inniheldur bara parasetamól

Falsað krabbameinslyf í umferð í Evrópu – Inniheldur bara parasetamól
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sögð hafa gefið eiginmanninum frostlög og kveikt í húsinu: Vildi giftast fanga sem afplánar lífstíðardóm

Sögð hafa gefið eiginmanninum frostlög og kveikt í húsinu: Vildi giftast fanga sem afplánar lífstíðardóm
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sá fjölskyldu sína myrta aðeins sjö ára gamall og var neyddur í stríð: „Svona lagað hverfur aldrei, þetta er morð á sálina“

Sá fjölskyldu sína myrta aðeins sjö ára gamall og var neyddur í stríð: „Svona lagað hverfur aldrei, þetta er morð á sálina“