fbpx
Sunnudagur 17.febrúar 2019
Pressan

Fundu risastóra og dularfulla svarta steinkistu – Hvað er í henni?

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 12. júlí 2018 06:52

Umrædd steinkista. Mynd:Egypska fornleifaráðuneytið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Risastór svört steinkista fannst nýlega við fornleifauppgröft í Alexandríu í Egyptalandi. Kistan er 265 sm á lengd, 185 sm á breidd og 165 sm á hæð. Þetta er stærsta steinkista sem fundist hefur í Alexandríu. Fornleifafræðingar eru furðu lostnir yfir þessari merku kistu sem er talin vera um 2.000 ára.

Kistan fannst við uppgröft egypskra fornleifafræðinga eftir að grafhýsi kom í ljós þegar unnið var við byggingaframkvæmdir. Samkvæmt egypskum lögum þurfa byggingaaðilar að grafa lóðir alveg upp áður en byggingaframkvæmdir hefjast.

Kistan er úr svörtu graníti og fannst hún á fimm metra dýpi undir lagi af múrblöndu. Sky hefur eftir Dr Ayman Ashmawy að þetta þykka lag af múrblöndu á milli kistunnar og yfirborðsins bendi til að hún hafi ekki verið opnuð síðan henni var lokað um 35 árum fyrir upphafsár tímatals okkar.

Þetta blasti við fornleifafræðingum. Mynd:Egypska fornleifaráðuneytið

Fornleifafræðingar ætla nú að reyna að komast að hvað er í kistunni án þess að valda skemmdum á henni.

Nærri kistunni fannst einnig mjólkursteinshöfuð en getgátur eru uppi um að það sé líkneski af höfði eiganda grafarinnar.

Líkneskið af höfðinu. Mynd:Egypska fornleifaráðuneytið

Þessi fornleifafundur er talinn mjög merkilegur og afar sjaldgæfur því grafræningjar hafa farið ránshendi um grafir sem þessar í gegnum aldirnar og því eru þær oft tómar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Giftist kjálkalausri uppvakninga brúðu

Giftist kjálkalausri uppvakninga brúðu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hrottalegt morð í Kaupmannahöfn kallaði á róttækar vinnuaðferðir lögreglunnar

Hrottalegt morð í Kaupmannahöfn kallaði á róttækar vinnuaðferðir lögreglunnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Óhugnanleg aðkoma í hlöðunni – Vannærð börn lokuð inni í hundabúri

Óhugnanleg aðkoma í hlöðunni – Vannærð börn lokuð inni í hundabúri
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svíþjóð – Dæmdur fyrir að myrða eiginkonu sína – Hún vildi „lifa frjáls eins og sænsk kona“

Svíþjóð – Dæmdur fyrir að myrða eiginkonu sína – Hún vildi „lifa frjáls eins og sænsk kona“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lögreglumenn slá í gegn á netinu – Hverjum hefði dottið í hug að lögreglumenn geri þetta á næturvaktinni? Myndband

Lögreglumenn slá í gegn á netinu – Hverjum hefði dottið í hug að lögreglumenn geri þetta á næturvaktinni? Myndband
Pressan
Fyrir 3 dögum

Falsað krabbameinslyf í umferð í Evrópu – Inniheldur bara parasetamól

Falsað krabbameinslyf í umferð í Evrópu – Inniheldur bara parasetamól
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sögð hafa gefið eiginmanninum frostlög og kveikt í húsinu: Vildi giftast fanga sem afplánar lífstíðardóm

Sögð hafa gefið eiginmanninum frostlög og kveikt í húsinu: Vildi giftast fanga sem afplánar lífstíðardóm
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sá fjölskyldu sína myrta aðeins sjö ára gamall og var neyddur í stríð: „Svona lagað hverfur aldrei, þetta er morð á sálina“

Sá fjölskyldu sína myrta aðeins sjö ára gamall og var neyddur í stríð: „Svona lagað hverfur aldrei, þetta er morð á sálina“