Pressan

Fundu risastóra og dularfulla svarta steinkistu – Hvað er í henni?

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 12. júlí 2018 06:52

Umrædd steinkista. Mynd:Egypska fornleifaráðuneytið

Risastór svört steinkista fannst nýlega við fornleifauppgröft í Alexandríu í Egyptalandi. Kistan er 265 sm á lengd, 185 sm á breidd og 165 sm á hæð. Þetta er stærsta steinkista sem fundist hefur í Alexandríu. Fornleifafræðingar eru furðu lostnir yfir þessari merku kistu sem er talin vera um 2.000 ára.

Kistan fannst við uppgröft egypskra fornleifafræðinga eftir að grafhýsi kom í ljós þegar unnið var við byggingaframkvæmdir. Samkvæmt egypskum lögum þurfa byggingaaðilar að grafa lóðir alveg upp áður en byggingaframkvæmdir hefjast.

Kistan er úr svörtu graníti og fannst hún á fimm metra dýpi undir lagi af múrblöndu. Sky hefur eftir Dr Ayman Ashmawy að þetta þykka lag af múrblöndu á milli kistunnar og yfirborðsins bendi til að hún hafi ekki verið opnuð síðan henni var lokað um 35 árum fyrir upphafsár tímatals okkar.

Þetta blasti við fornleifafræðingum. Mynd:Egypska fornleifaráðuneytið

Fornleifafræðingar ætla nú að reyna að komast að hvað er í kistunni án þess að valda skemmdum á henni.

Nærri kistunni fannst einnig mjólkursteinshöfuð en getgátur eru uppi um að það sé líkneski af höfði eiganda grafarinnar.

Líkneskið af höfðinu. Mynd:Egypska fornleifaráðuneytið

Þessi fornleifafundur er talinn mjög merkilegur og afar sjaldgæfur því grafræningjar hafa farið ránshendi um grafir sem þessar í gegnum aldirnar og því eru þær oft tómar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Nágranni frá helvíti setti upp viðvörunarkerfi sem aðeins börn heyra í – Börnin þora ekki lengur út úr húsi

Nágranni frá helvíti setti upp viðvörunarkerfi sem aðeins börn heyra í – Börnin þora ekki lengur út úr húsi
Pressan
Í gær

Dularfullt hvarf 18 ára pilts – Sást hann í Kaupmannahöfn í síðustu viku?

Dularfullt hvarf 18 ára pilts – Sást hann í Kaupmannahöfn í síðustu viku?
Pressan
Í gær

„Landráð“ „Skammarlegt“ „Algjör uppgjöf“ – Þess vegna eru Bandaríkjamenn í áfalli eftir leiðtogafundinn í Helsinki

„Landráð“ „Skammarlegt“ „Algjör uppgjöf“ – Þess vegna eru Bandaríkjamenn í áfalli eftir leiðtogafundinn í Helsinki
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svíþjóð logar – Ástandið hefur aldrei verið verra á síðari tímum

Svíþjóð logar – Ástandið hefur aldrei verið verra á síðari tímum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Miklir skógareldar í Svíþjóð – Ógna mörgum íbúðarhúsum – Norskar þyrlur koma til aðstoðar í dag

Miklir skógareldar í Svíþjóð – Ógna mörgum íbúðarhúsum – Norskar þyrlur koma til aðstoðar í dag
Pressan
Fyrir 3 dögum

Missti milljónir fylgjenda á Twitter

Missti milljónir fylgjenda á Twitter