fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Pressan

Grunaðir innbrotsþjófar handteknir

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 12. júlí 2018 05:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á þriðja tímanum í nótt var tilkynnt um innbrot í hjólageymslu hjá fyrirtæki við Sturlugötu í Reykjavík. Þrír menn voru sagðir hafa brotist inn. Skömmu síðar voru tveir menn handteknir grunaðir um innbrot. Þeir voru hjólandi en hentu hjólunum frá sér og reyndu að hlaupa frá lögreglunni en laganna verðir reyndust vera fljótari að hlaupa og náðu þeim. Mennirnir voru vistaðir í fangageymslu.

Á fjórða tímanum barst tilkynning um að karlmaður væri að ráðast á konu við Konukot. Maðurinn var í mjög annarlegu ástandi og var hann vistaður í fangageymslu vegna rannsóknar málsins.

Klukkan tvö í nótt var akstur ökumanns bifhjóls stöðvaður á Reykjanesbraut við IKEA. Hraði hjólsins mældist 131 km/klst en leyfður hámarkshraði er 80 km/klst. Ökumaðurinn er grunaður um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna. Annar ökumaður var handtekinn í gærkvöldi grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og akstur sviptur ökuréttindum.

Tveir ökumenn voru handteknir í nótt grunaðir um ölvun við akstur og annar þeirra reyndist ekki hafa öðlast ökuréttindi en hefur ekki látið það stöðva sig en hann hefur ítrekað verið stöðvaður við akstur.

Á sjötta tímanum í gær höfðu lögreglumenn afskipti af manni við fjölbýlishús í Breiðholti. Maðurinn framvísaði meintum fíkniefnum. Á tólfta tímanum voru höfð afskipti af pari við Þórðarsveig en það er grunað um vörslu fíkniefna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ömurlegt að missa auga: „Ég er miður mín alla daga út af því“

Ömurlegt að missa auga: „Ég er miður mín alla daga út af því“
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Ég hef sofið hjá ungum og gömlum mönnum“ – „Það er mikill munur“

„Ég hef sofið hjá ungum og gömlum mönnum“ – „Það er mikill munur“
Pressan
Fyrir 3 dögum

55 fermetra sumarhús til sölu – Ásett verð er 220 milljónir – Sjáðu myndirnar

55 fermetra sumarhús til sölu – Ásett verð er 220 milljónir – Sjáðu myndirnar