Pressan

Grunaðir innbrotsþjófar handteknir

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 12. júlí 2018 05:11

Á þriðja tímanum í nótt var tilkynnt um innbrot í hjólageymslu hjá fyrirtæki við Sturlugötu í Reykjavík. Þrír menn voru sagðir hafa brotist inn. Skömmu síðar voru tveir menn handteknir grunaðir um innbrot. Þeir voru hjólandi en hentu hjólunum frá sér og reyndu að hlaupa frá lögreglunni en laganna verðir reyndust vera fljótari að hlaupa og náðu þeim. Mennirnir voru vistaðir í fangageymslu.

Á fjórða tímanum barst tilkynning um að karlmaður væri að ráðast á konu við Konukot. Maðurinn var í mjög annarlegu ástandi og var hann vistaður í fangageymslu vegna rannsóknar málsins.

Klukkan tvö í nótt var akstur ökumanns bifhjóls stöðvaður á Reykjanesbraut við IKEA. Hraði hjólsins mældist 131 km/klst en leyfður hámarkshraði er 80 km/klst. Ökumaðurinn er grunaður um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna. Annar ökumaður var handtekinn í gærkvöldi grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og akstur sviptur ökuréttindum.

Tveir ökumenn voru handteknir í nótt grunaðir um ölvun við akstur og annar þeirra reyndist ekki hafa öðlast ökuréttindi en hefur ekki látið það stöðva sig en hann hefur ítrekað verið stöðvaður við akstur.

Á sjötta tímanum í gær höfðu lögreglumenn afskipti af manni við fjölbýlishús í Breiðholti. Maðurinn framvísaði meintum fíkniefnum. Á tólfta tímanum voru höfð afskipti af pari við Þórðarsveig en það er grunað um vörslu fíkniefna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Nágranni frá helvíti setti upp viðvörunarkerfi sem aðeins börn heyra í – Börnin þora ekki lengur út úr húsi

Nágranni frá helvíti setti upp viðvörunarkerfi sem aðeins börn heyra í – Börnin þora ekki lengur út úr húsi
Pressan
Í gær

Dularfullt hvarf 18 ára pilts – Sást hann í Kaupmannahöfn í síðustu viku?

Dularfullt hvarf 18 ára pilts – Sást hann í Kaupmannahöfn í síðustu viku?
Pressan
Í gær

„Landráð“ „Skammarlegt“ „Algjör uppgjöf“ – Þess vegna eru Bandaríkjamenn í áfalli eftir leiðtogafundinn í Helsinki

„Landráð“ „Skammarlegt“ „Algjör uppgjöf“ – Þess vegna eru Bandaríkjamenn í áfalli eftir leiðtogafundinn í Helsinki
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svíþjóð logar – Ástandið hefur aldrei verið verra á síðari tímum

Svíþjóð logar – Ástandið hefur aldrei verið verra á síðari tímum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Miklir skógareldar í Svíþjóð – Ógna mörgum íbúðarhúsum – Norskar þyrlur koma til aðstoðar í dag

Miklir skógareldar í Svíþjóð – Ógna mörgum íbúðarhúsum – Norskar þyrlur koma til aðstoðar í dag
Pressan
Fyrir 3 dögum

Missti milljónir fylgjenda á Twitter

Missti milljónir fylgjenda á Twitter