Pressan

Sífellt fleiri íbúar Helsinki eiga annað móðurmál en finnsku

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 12. júlí 2018 18:29

Frá Helsinki.

Nú eiga rúmlega 100.000 íbúar Helsinki í Finnlandi annað móðurmál en finnsku, sænsku eða samísku sem eru hin opinberu tungumál Finnlands. 15,3 prósent íbúa borgarinnar eiga því annað móðurmál en þessi þrjú opinberu tungumál landsins. Þá segja sumir sænskumælandi Finnar að það verði sífellt erfiðara að bjarga sér á sænsku í borginni og oft á tíðum sé auðveldara að eiga samskipti á ensku en sænsku en stundum sé ekkert annað í boði en að tala finnsku.

Þetta kemur fram í umfjöllun Finnska ríkisútvarpsins. Þar segir að þau tungumál sem flestir tali utan finnsku, sænsku og samísku séu rússneska, eistneska og sómalska. Þá fer hópur þeirra sem eiga arabísku, persísku og víetnömsku sem móðurmál stækkandi.

Borið hefur á því á undanförnum árum að viðmót Finna í garð sænskumælandi landa sinna sé að breytast til hins verra og litið sé niður á þá. Sænskumælandi Finnar líta ekki á sig sem Svía heldur einfaldlega sem sænskumælandi Finna og hafa reynt að standa vörð um menningu sína og tungumál og hefur það tekist fram að þessu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagan bræddi hjörtu milljóna: Nú er talið að þetta hafi allt verið eitt stórt svindl

Sagan bræddi hjörtu milljóna: Nú er talið að þetta hafi allt verið eitt stórt svindl
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fimm eiga yfir höfði sér dauðadóm vegna morðsins á Khashoggi

Fimm eiga yfir höfði sér dauðadóm vegna morðsins á Khashoggi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ódýrari matur, leikföng og raftæki og aukinn kaupmáttur – Þetta búa nágrannar okkar við

Ódýrari matur, leikföng og raftæki og aukinn kaupmáttur – Þetta búa nágrannar okkar við
Pressan
Fyrir 2 dögum

Léttist um 50 kíló – „Vildi að ég hefði vitað af þessum gildrum“

Léttist um 50 kíló – „Vildi að ég hefði vitað af þessum gildrum“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mikil fjölgun hatursglæpa í Bandaríkjunum

Mikil fjölgun hatursglæpa í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Draugabáta rekur í tugatali upp á japanskar strendur

Draugabáta rekur í tugatali upp á japanskar strendur