Pressan

Starfsmenn Fiat í verkfall vegna kaupa Juventus á Ronaldo – Segjast lifa við örbirgð á meðan Ronaldo fær milljónir

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 12. júlí 2018 06:07

Á sama tíma og margir íbúar ítölsku borgarinnar Torino fagna kaupum knattspyrnuliðs borgarinnar, Juventus, á Cristiano Ronaldo eru aðrir sem eru ekki alveg eins ánægðir. Það á svo sannarlega við um starfsmenn í verksmiðju Fiat í Melfi en þeir hafa ákveðið að leggja niður störf á sunnudag og mánudag. Þetta er gert í mótmælaskyni við eigendur Fiat en svo vill einmitt til að þeir eiga meirihluta hlutabréfa í Juventus.

Starfsmennirnir gagnrýna kaupin á Ronaldo og svimandi há laun hans en hann er sagður fá 2,5 milljónir evra í mánaðarlaun fyrir vinnuframlag sitt á knattspyrnuvellinum. Auk þess greiðir Juventus rúmlega 100 milljónir evra fyrir hann til Real Madrid.

„Er þetta sanngjarnt? Er eðlilegt að einn maður þéni milljónir á meðan mörg þúsund fjölskyldur eiga ekki peninga til að komast í gegnum helming mánaðarins? Við erum öll ráðin af sama vinnuveitandanum og getum – og eigum – ekki að sætta okkur við svona mismunun. Starfsmenn Fiat hafa aflað hárra fjárhæða fyrir fyrirtækið í að minnsta kosti þrjár kynslóðir en hafa aðeins fengið líf í örbirgð í staðinn.“

Segir í yfirlýsingu frá stéttarfélaginu Unione Sindacale di Base.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagan bræddi hjörtu milljóna: Nú er talið að þetta hafi allt verið eitt stórt svindl

Sagan bræddi hjörtu milljóna: Nú er talið að þetta hafi allt verið eitt stórt svindl
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fimm eiga yfir höfði sér dauðadóm vegna morðsins á Khashoggi

Fimm eiga yfir höfði sér dauðadóm vegna morðsins á Khashoggi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ódýrari matur, leikföng og raftæki og aukinn kaupmáttur – Þetta búa nágrannar okkar við

Ódýrari matur, leikföng og raftæki og aukinn kaupmáttur – Þetta búa nágrannar okkar við
Pressan
Fyrir 2 dögum

Léttist um 50 kíló – „Vildi að ég hefði vitað af þessum gildrum“

Léttist um 50 kíló – „Vildi að ég hefði vitað af þessum gildrum“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mikil fjölgun hatursglæpa í Bandaríkjunum

Mikil fjölgun hatursglæpa í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Draugabáta rekur í tugatali upp á japanskar strendur

Draugabáta rekur í tugatali upp á japanskar strendur