fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Starfsmenn Fiat í verkfall vegna kaupa Juventus á Ronaldo – Segjast lifa við örbirgð á meðan Ronaldo fær milljónir

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 12. júlí 2018 06:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á sama tíma og margir íbúar ítölsku borgarinnar Torino fagna kaupum knattspyrnuliðs borgarinnar, Juventus, á Cristiano Ronaldo eru aðrir sem eru ekki alveg eins ánægðir. Það á svo sannarlega við um starfsmenn í verksmiðju Fiat í Melfi en þeir hafa ákveðið að leggja niður störf á sunnudag og mánudag. Þetta er gert í mótmælaskyni við eigendur Fiat en svo vill einmitt til að þeir eiga meirihluta hlutabréfa í Juventus.

Starfsmennirnir gagnrýna kaupin á Ronaldo og svimandi há laun hans en hann er sagður fá 2,5 milljónir evra í mánaðarlaun fyrir vinnuframlag sitt á knattspyrnuvellinum. Auk þess greiðir Juventus rúmlega 100 milljónir evra fyrir hann til Real Madrid.

„Er þetta sanngjarnt? Er eðlilegt að einn maður þéni milljónir á meðan mörg þúsund fjölskyldur eiga ekki peninga til að komast í gegnum helming mánaðarins? Við erum öll ráðin af sama vinnuveitandanum og getum – og eigum – ekki að sætta okkur við svona mismunun. Starfsmenn Fiat hafa aflað hárra fjárhæða fyrir fyrirtækið í að minnsta kosti þrjár kynslóðir en hafa aðeins fengið líf í örbirgð í staðinn.“

Segir í yfirlýsingu frá stéttarfélaginu Unione Sindacale di Base.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu
Pressan
Fyrir 4 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf