Pressan

Telja að líf geti þrifist á plánetu nærri jörðinni

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 12. júlí 2018 20:00

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons

Brasilískir vísindamenn telja að líf geti hugsanlega þrifist á plánetunni Ross 128b því þar sé hitastig með þeim hætti að fljótandi vatn geti verið þar. Vísindamennirnir hafa rannsakað þetta síðan plánetan fannst á síðasta ári. Talið er að plánetan sé úr föstum efnum og á „byggilegu“ svæði á braut um sólu sína.

Í tilkynningu frá brasilísku vísindamönnunum kemur fram að margt sé enn óljóst um plánetuna, til dæmis hvernig jarðfræðileg virkni sé þar. En þrátt fyrir þetta hafi tekist að styrkja rök fyrir að þar sé hitastig með þeim hætti að fljótandi vatn geti verið til staðar á yfirborðinu. Sól plánetunnar nefnist Ross 128 og er svokallaður rauður dvergur sem þýðir að hún er miklu minni og kaldari en sólin okkar.

Niðurstöður rannsóknarinnar hafa verið birtar í the Astrophysical Journal.

En þótt þessi niðurstaða liggi fyrir er ekki þar með sagt að við getum skotist til Ross 128b til að kanna málið því plánetan er í 11 ljósára fjarlægð frá jörðinni. Með núverandi tækni tekur það okkur 191.251 ár að „skjótast“ þangað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Nágranni frá helvíti setti upp viðvörunarkerfi sem aðeins börn heyra í – Börnin þora ekki lengur út úr húsi

Nágranni frá helvíti setti upp viðvörunarkerfi sem aðeins börn heyra í – Börnin þora ekki lengur út úr húsi
Pressan
Í gær

Dularfullt hvarf 18 ára pilts – Sást hann í Kaupmannahöfn í síðustu viku?

Dularfullt hvarf 18 ára pilts – Sást hann í Kaupmannahöfn í síðustu viku?
Pressan
Í gær

„Landráð“ „Skammarlegt“ „Algjör uppgjöf“ – Þess vegna eru Bandaríkjamenn í áfalli eftir leiðtogafundinn í Helsinki

„Landráð“ „Skammarlegt“ „Algjör uppgjöf“ – Þess vegna eru Bandaríkjamenn í áfalli eftir leiðtogafundinn í Helsinki
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svíþjóð logar – Ástandið hefur aldrei verið verra á síðari tímum

Svíþjóð logar – Ástandið hefur aldrei verið verra á síðari tímum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Miklir skógareldar í Svíþjóð – Ógna mörgum íbúðarhúsum – Norskar þyrlur koma til aðstoðar í dag

Miklir skógareldar í Svíþjóð – Ógna mörgum íbúðarhúsum – Norskar þyrlur koma til aðstoðar í dag
Pressan
Fyrir 3 dögum

Missti milljónir fylgjenda á Twitter

Missti milljónir fylgjenda á Twitter