fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Pressan

Telja að menn hafi haldið mun fyrr frá Afríku en áður var talið

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 12. júlí 2018 20:30

Steinverkfæri sem fannst við uppgröftin. Mynd:ZHAOYU ZHU

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn segjast hafa fundið mannvistarleifar í Kína sem sýni að menn hafi haldið mun fyrr frá Afríku en áður var talið. Steinverkfæri, sem fundust í Kína, benda til að frumstæðir menn eða nánir ættingjar manna hafi verið þar fyrir 2,12 milljónum ára. Ef rétt reynist er þetta 270.000 árum fyrr en áður var talið.

Mannvistarleifar, sem fundust í Dmanisi í Georgíu, hafa fram að þessu verið taldar elstu mannvistarleifar utan Afríku. Fjallað er um nýju rannsóknina og niðurstöðu hennar í tímaritinu Nature. Það voru kínverskir og breskir vísindamenn sem komu að rannsókninni.

Steinverkfærin fundust á Shangchen sléttunni í norðurhluta Kína. Um nokkrar mismunandi tegundir verkfæra er að ræða og bera þau öll merki þess að hafa verið notuð. Ekki er þó vitað með vissu hvaða tegund manna bjó þessi verkfæri til. BBC skýrir frá þessu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Við fórum heim til hans eftir stefnumótið – Síðan festist typpið hans í teinunum mínum

Við fórum heim til hans eftir stefnumótið – Síðan festist typpið hans í teinunum mínum
Pressan
Í gær

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Önnur óhugnanleg hnífaárás í Sydney í morgun – Stunginn í beinni útsendingu

Önnur óhugnanleg hnífaárás í Sydney í morgun – Stunginn í beinni útsendingu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvað verður um heilann úr OJ Simpson?

Hvað verður um heilann úr OJ Simpson?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fimm ótrúleg mál – Mannránin sem gleymast aldrei

Fimm ótrúleg mál – Mannránin sem gleymast aldrei
Pressan
Fyrir 3 dögum

Í þessu landi seljast fleiri fullorðinsbleiur en barnableiur

Í þessu landi seljast fleiri fullorðinsbleiur en barnableiur