Pressan

Telja að menn hafi haldið mun fyrr frá Afríku en áður var talið

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 12. júlí 2018 20:30

Steinverkfæri sem fannst við uppgröftin. Mynd:ZHAOYU ZHU

Vísindamenn segjast hafa fundið mannvistarleifar í Kína sem sýni að menn hafi haldið mun fyrr frá Afríku en áður var talið. Steinverkfæri, sem fundust í Kína, benda til að frumstæðir menn eða nánir ættingjar manna hafi verið þar fyrir 2,12 milljónum ára. Ef rétt reynist er þetta 270.000 árum fyrr en áður var talið.

Mannvistarleifar, sem fundust í Dmanisi í Georgíu, hafa fram að þessu verið taldar elstu mannvistarleifar utan Afríku. Fjallað er um nýju rannsóknina og niðurstöðu hennar í tímaritinu Nature. Það voru kínverskir og breskir vísindamenn sem komu að rannsókninni.

Steinverkfærin fundust á Shangchen sléttunni í norðurhluta Kína. Um nokkrar mismunandi tegundir verkfæra er að ræða og bera þau öll merki þess að hafa verið notuð. Ekki er þó vitað með vissu hvaða tegund manna bjó þessi verkfæri til. BBC skýrir frá þessu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagan bræddi hjörtu milljóna: Nú er talið að þetta hafi allt verið eitt stórt svindl

Sagan bræddi hjörtu milljóna: Nú er talið að þetta hafi allt verið eitt stórt svindl
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fimm eiga yfir höfði sér dauðadóm vegna morðsins á Khashoggi

Fimm eiga yfir höfði sér dauðadóm vegna morðsins á Khashoggi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ódýrari matur, leikföng og raftæki og aukinn kaupmáttur – Þetta búa nágrannar okkar við

Ódýrari matur, leikföng og raftæki og aukinn kaupmáttur – Þetta búa nágrannar okkar við
Pressan
Fyrir 2 dögum

Léttist um 50 kíló – „Vildi að ég hefði vitað af þessum gildrum“

Léttist um 50 kíló – „Vildi að ég hefði vitað af þessum gildrum“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mikil fjölgun hatursglæpa í Bandaríkjunum

Mikil fjölgun hatursglæpa í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Draugabáta rekur í tugatali upp á japanskar strendur

Draugabáta rekur í tugatali upp á japanskar strendur