Pressan

Telja að menn hafi haldið mun fyrr frá Afríku en áður var talið

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 12. júlí 2018 20:30

Steinverkfæri sem fannst við uppgröftin. Mynd:ZHAOYU ZHU

Vísindamenn segjast hafa fundið mannvistarleifar í Kína sem sýni að menn hafi haldið mun fyrr frá Afríku en áður var talið. Steinverkfæri, sem fundust í Kína, benda til að frumstæðir menn eða nánir ættingjar manna hafi verið þar fyrir 2,12 milljónum ára. Ef rétt reynist er þetta 270.000 árum fyrr en áður var talið.

Mannvistarleifar, sem fundust í Dmanisi í Georgíu, hafa fram að þessu verið taldar elstu mannvistarleifar utan Afríku. Fjallað er um nýju rannsóknina og niðurstöðu hennar í tímaritinu Nature. Það voru kínverskir og breskir vísindamenn sem komu að rannsókninni.

Steinverkfærin fundust á Shangchen sléttunni í norðurhluta Kína. Um nokkrar mismunandi tegundir verkfæra er að ræða og bera þau öll merki þess að hafa verið notuð. Ekki er þó vitað með vissu hvaða tegund manna bjó þessi verkfæri til. BBC skýrir frá þessu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Nágranni frá helvíti setti upp viðvörunarkerfi sem aðeins börn heyra í – Börnin þora ekki lengur út úr húsi

Nágranni frá helvíti setti upp viðvörunarkerfi sem aðeins börn heyra í – Börnin þora ekki lengur út úr húsi
Pressan
Í gær

Dularfullt hvarf 18 ára pilts – Sást hann í Kaupmannahöfn í síðustu viku?

Dularfullt hvarf 18 ára pilts – Sást hann í Kaupmannahöfn í síðustu viku?
Pressan
Í gær

„Landráð“ „Skammarlegt“ „Algjör uppgjöf“ – Þess vegna eru Bandaríkjamenn í áfalli eftir leiðtogafundinn í Helsinki

„Landráð“ „Skammarlegt“ „Algjör uppgjöf“ – Þess vegna eru Bandaríkjamenn í áfalli eftir leiðtogafundinn í Helsinki
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svíþjóð logar – Ástandið hefur aldrei verið verra á síðari tímum

Svíþjóð logar – Ástandið hefur aldrei verið verra á síðari tímum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Miklir skógareldar í Svíþjóð – Ógna mörgum íbúðarhúsum – Norskar þyrlur koma til aðstoðar í dag

Miklir skógareldar í Svíþjóð – Ógna mörgum íbúðarhúsum – Norskar þyrlur koma til aðstoðar í dag
Pressan
Fyrir 3 dögum

Missti milljónir fylgjenda á Twitter

Missti milljónir fylgjenda á Twitter