Pressan

Vægast sagt lélegur innbrotsþjófur – Braust inn í flóttaherbergi og komst ekki út aftur

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 12. júlí 2018 22:00

Flóttaherbergi (Escape room) eru vinsæl afþreying þessi misserin en í henni felst að fólk er lokað inni í herbergi og á síðan að leysa ýmsar gátur, fylgja vísbendingum og takast á við áskoranir til að komast út. Fólk er misgott í þessu en innbrotsþjófur sem brýst inn í slíkt herbergi og kemst ekki út aftur telst varla vera góður innbrotsþjófur.

Rye Wardlaw braust einmitt inn í flóttaherbergi hjá Northwest Escape Experience í Washington á sunnudaginn. Hann er greinilega ekki betri innbrotsþjófur en svo að honum tókst bara ekki að komast aftur út, sama hvað hann reyndi. En það má líklegast skýra með að hann var búinn að snúa öllu við í herberginu og því var erfitt að komast út segir í umfjöllun Fox News.

Tamara Bertrand, eigandi fyrirtækisins, sagði að svo virðist sem Wardlaw hafi ekki áttað sig á hvernig á að opna lásinn á útidyrunum og því hafi hann setið fastur.

Á endanum sá Wardlaw enga aðra leið út úr vandræðunum en að hringja í lögregluna. Hann reyndi að villa um fyrir lögreglunni og sagði að ræningjar væru á heimili hans og hann hefði leitað skjóls í flóttaherberginu. En honum tókst ekki að villa um fyrir laganna vörðum og var handtekinn og situr nú í varðhaldi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Nágranni frá helvíti setti upp viðvörunarkerfi sem aðeins börn heyra í – Börnin þora ekki lengur út úr húsi

Nágranni frá helvíti setti upp viðvörunarkerfi sem aðeins börn heyra í – Börnin þora ekki lengur út úr húsi
Pressan
Í gær

Dularfullt hvarf 18 ára pilts – Sást hann í Kaupmannahöfn í síðustu viku?

Dularfullt hvarf 18 ára pilts – Sást hann í Kaupmannahöfn í síðustu viku?
Pressan
Í gær

„Landráð“ „Skammarlegt“ „Algjör uppgjöf“ – Þess vegna eru Bandaríkjamenn í áfalli eftir leiðtogafundinn í Helsinki

„Landráð“ „Skammarlegt“ „Algjör uppgjöf“ – Þess vegna eru Bandaríkjamenn í áfalli eftir leiðtogafundinn í Helsinki
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svíþjóð logar – Ástandið hefur aldrei verið verra á síðari tímum

Svíþjóð logar – Ástandið hefur aldrei verið verra á síðari tímum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Miklir skógareldar í Svíþjóð – Ógna mörgum íbúðarhúsum – Norskar þyrlur koma til aðstoðar í dag

Miklir skógareldar í Svíþjóð – Ógna mörgum íbúðarhúsum – Norskar þyrlur koma til aðstoðar í dag
Pressan
Fyrir 3 dögum

Missti milljónir fylgjenda á Twitter

Missti milljónir fylgjenda á Twitter