fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Pressan

Mikil leit að strokufanga – Foreldrar hvattir til að halda börnum sínum innandyra

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 13. júlí 2018 02:46

Kristofers Kastellanoss. Mynd:Sænska lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um hádegisbil í gær strauk Kristofers Kastellanoss, 25 ára, frá fangaflutningabíl á milli Gautaborgar og Sala í Svíþjóð. Hann afplánar dóm fyrir morð og er talinn hættulegur. Fjölmennt lögreglulið leitar hans nú og hefur lögreglan hvatt íbúa á svæðinu til að halda börnum innandyra. Lögreglan óttast að Kastellanoss kunni að taka gísla ef hann telur að lögreglan sé að ná honum.

Þegar verið var að flytja Kastellanoss og fleiri fanga á milli Gautaborgar og Sala um hádegisbil í gær var stöðvað við Bäckedalen í Finnerödja. Heimildir Aftonbladet herma að það hafi verið gert þar sem einn fanganna hafi þurft að pissa. Kastellanoss nýtti þá tækifærið og strauk frá fangavörðum og hljóp inn í skóg.

Lögreglan hóf þegar í stað umfangsmikla leit að honum og var leitað úr lofti og hundar notaðir. Leit hefur staðið yfir í nótt en hefur engan árangur borið enn sem komið er.

Lögreglan hvatti íbúa á svæðinu til að halda sig innandyra í gær og læsa bílhurðum og hafa rúður alveg uppi ef þeir þyrftu að fara á milli staða. Þetta var gert til að reyna að koma í veg fyrir að Kastellanoss taki gísla. Þá var fólk hvatt til að halda börnum sínum innandyra á meðal leit stendur yfir.

Það hefur vakið undrun margra að Kastellanoss hafi getað flúið frá fangavörðunum en hann var handjárnaður og berfættur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi
Pressan
Í gær

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“