Pressan

Missti milljónir fylgjenda á Twitter

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 15. júlí 2018 14:00

Fylgjendum Barack Obama, fyrrum Bandaríkjaforseta, á samfélagsmiðlinum Twitter fækkaði nýlega um þrjár milljónir. En með 101 milljón fylgjenda gnæfir hann yfir Donald Trump, núverandi forseta Bandaríkjanna, sem er „aðeins“ með 53 milljónir fylgjenda en hann missti 340.000 fylgjendur nýlega. Allt var þetta liður í tiltekt hjá Twitter þar sem reynt var að eyða „fölskum notendum“ út.

Það hlýtur að pirra Trump að Obama er með fleiri fylgjendur á Twitter enda virðist allt sem Obama gerði í valdatíð sinni og síðan hann lét af embætti fara í taugarnar á Trump.

Þess utan er Obama í þriðja sæti yfir vinsælustu Twitternotendurna með 101 milljón fylgjenda. Justin Bieber er með 104 milljónir fylgjenda og Katy Perry með 106 milljónir.

Á einni nóttu voru tugir milljóna aðganga fjarlægðir af Twitter en sumir hafa notað „falska notendur“ til að styrkja tölfræði sína og virðast vinsælli og áhrifameiri en þeir eru í raun og veru.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Stefán Karl er látinn

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 18 klukkutímum

Fangaverði vikið frá störfum – Virðist eiga í ástarsambandi við kafbátsmorðingjann Peter Madsen

Fangaverði vikið frá störfum – Virðist eiga í ástarsambandi við kafbátsmorðingjann Peter Madsen
Pressan
Fyrir 19 klukkutímum

Trump óttast að ganga í gildru ef Mueller fær að yfirheyra hann

Trump óttast að ganga í gildru ef Mueller fær að yfirheyra hann
Pressan
Í gær

Hver er konan? Lík hennar fannst á sorphaugum

Hver er konan? Lík hennar fannst á sorphaugum
Pressan
Í gær

17 ára piltur stunginn til bana við skóla í Uppsölum

17 ára piltur stunginn til bana við skóla í Uppsölum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rifu óvart friðaða brú frá átjándu öld – Nú á að endurbyggja hana

Rifu óvart friðaða brú frá átjándu öld – Nú á að endurbyggja hana
Pressan
Fyrir 4 dögum

Alvarlegt rútuslys í Þýskalandi – Rúta á leið frá Stokkhólmi til Berlínar lenti utan vegar – 65 um borð

Alvarlegt rútuslys í Þýskalandi – Rúta á leið frá Stokkhólmi til Berlínar lenti utan vegar – 65 um borð