fbpx
Miðvikudagur 23.janúar 2019
Pressan

Missti milljónir fylgjenda á Twitter

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 15. júlí 2018 14:00

Fylgjendum Barack Obama, fyrrum Bandaríkjaforseta, á samfélagsmiðlinum Twitter fækkaði nýlega um þrjár milljónir. En með 101 milljón fylgjenda gnæfir hann yfir Donald Trump, núverandi forseta Bandaríkjanna, sem er „aðeins“ með 53 milljónir fylgjenda en hann missti 340.000 fylgjendur nýlega. Allt var þetta liður í tiltekt hjá Twitter þar sem reynt var að eyða „fölskum notendum“ út.

Það hlýtur að pirra Trump að Obama er með fleiri fylgjendur á Twitter enda virðist allt sem Obama gerði í valdatíð sinni og síðan hann lét af embætti fara í taugarnar á Trump.

Þess utan er Obama í þriðja sæti yfir vinsælustu Twitternotendurna með 101 milljón fylgjenda. Justin Bieber er með 104 milljónir fylgjenda og Katy Perry með 106 milljónir.

Á einni nóttu voru tugir milljóna aðganga fjarlægðir af Twitter en sumir hafa notað „falska notendur“ til að styrkja tölfræði sína og virðast vinsælli og áhrifameiri en þeir eru í raun og veru.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

790 milljónum netfanga og lykilorða lekið á netið – Svona getur þú séð hvort þitt netfang er þar á meðal

790 milljónum netfanga og lykilorða lekið á netið – Svona getur þú séð hvort þitt netfang er þar á meðal
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hin fullkomna tía – 60 milljónir áhorfa á 10 dögum

Hin fullkomna tía – 60 milljónir áhorfa á 10 dögum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þrjú grunsamleg dauðsföll á einum mánuði – „Áhyggjuefni og hræðilegt“

Þrjú grunsamleg dauðsföll á einum mánuði – „Áhyggjuefni og hræðilegt“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ótrúleg sjón blasti við 16 ára stúlku þegar hún kafaði í sjónum – Sjáðu myndbandið

Ótrúleg sjón blasti við 16 ára stúlku þegar hún kafaði í sjónum – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tóku til sinna ráða þegar þeir komust að skuggalegu leyndarmáli nágranna síns

Tóku til sinna ráða þegar þeir komust að skuggalegu leyndarmáli nágranna síns
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skýr skilaboð frá NASA – „Þessu myndum við aldrei halda leyndu“

Skýr skilaboð frá NASA – „Þessu myndum við aldrei halda leyndu“