Pressan

Ekkert lát á mótmælum í Írak – Lokað fyrir internetaðgang

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 16. júlí 2018 22:30

Frá Basra. Mynd:Wikimedia Commons

Reiðir Írakar hafa reynt að ráðast inn á flugvelli og stjórnarbyggingar í reiði sinni yfir skorti á vatni og rafmagni í landinu. Tveir létust í átökum við lögreglu í suðurhluta landsins í gær og tugir slösuðust. Mótmælin hafa nú staðið yfir í á aðra viku og ekki er að sjá að þau séu að fjara út. Þau hófust eftir að lokað var fyrir rafmagnsflutning til stórs hluta af sunnanverðu landinu. Ástæðan var ógreiddur reikningur upp á sem nemur um 100 milljörðum íslenskra króna.

Í Basra-héraðinu eru mikil vandamál með vatns- og rafmangsdreifingu á hverju sumri þrátt fyrir að héraðið standi undir 95 prósentum af olíuútflutningi landsins. Innviðir héraðsins ráða einfaldlega ekki við eftirspurnina.

„Ég krefst þess að fá vatn. Það er ekki í lagi að ég þurfi að krefjast vatns árið 2018 á sama tíma og ég á næga olíu handa öllum heiminum. Ég er ekki að krefjast neðanjarðarlesta eða stórra flugvéla, bara vatns.“

Sagði einn mótmælandinn samkvæmt frétt the Telegraph.

Að minnsta kosti fimm manns hafa látist í mótmælunum til þessa. Yfirvöld hafa gripið til þess ráðs að setja á útgöngubann sem og að slökkva á internetinu og samfélagsmiðlum til að gera fólki erfiðara fyrir að skipuleggja aðgerðir sínar og mótmæli. Það hefur þó ekki stöðvað mótmælendur sem hafa ráðist á flugvelli og opinberar byggingar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Launahækkun forstjóra dregin til baka vegna mótmæla starfsmanna

Launahækkun forstjóra dregin til baka vegna mótmæla starfsmanna
Í gær

Mest hefur veiðst í Eystri Rangá

Mest hefur veiðst í Eystri Rangá
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þremur bílum stolið frá hjónum á tveimur mánuðum

Þremur bílum stolið frá hjónum á tveimur mánuðum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Uppnám hjá dönsku konungsfjölskyldunni – Þjófar á ferð

Uppnám hjá dönsku konungsfjölskyldunni – Þjófar á ferð