fbpx
Miðvikudagur 23.janúar 2019
Pressan

Miklir skógareldar í Svíþjóð – Ógna mörgum íbúðarhúsum – Norskar þyrlur koma til aðstoðar í dag

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 16. júlí 2018 04:30

Mynd úr safni.

Miklir skógareldar loga nú á nokkrum stöðum í Svíþjóð og hefur gengið illa að ráða niðurlögum þeirra enda er gróður skraufaþurr eftir mikla þurrka. Í gærkvöldi voru íbúar í Ängra og Ljusdals sveitarfélaginu í Gävleborgsléni hvattir til að yfirgefa heimili sín og koma sér á brott þar sem eldar stefndu á byggðina.

Slökkviliðsmenn hafa barist þrotlaust við eldana og fengu í nótt fullan gám af slöngum frá almannavörnum og fá tvo slíka gáma til viðbótar í dag. Slökkviliðsmennirnir eru bjartsýnir á að þeim muni takast að bjarga íbúðarhúsum frá eldinum en segja að slökkvistarfið muni taka marga daga til viðbótar.

Þyrlur frá Noregi verða sendar til Svíþjóðar í dag til að taka þátt í slökkvistarfinu. Alls verða sex norskar þyrlur sendar af stað nú í morgunsárið og verða tvær sendar til Älvdalen í Dalarna, tvær til Bollnäs og tvær til Örebro.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

790 milljónum netfanga og lykilorða lekið á netið – Svona getur þú séð hvort þitt netfang er þar á meðal

790 milljónum netfanga og lykilorða lekið á netið – Svona getur þú séð hvort þitt netfang er þar á meðal
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hin fullkomna tía – 60 milljónir áhorfa á 10 dögum

Hin fullkomna tía – 60 milljónir áhorfa á 10 dögum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þrjú grunsamleg dauðsföll á einum mánuði – „Áhyggjuefni og hræðilegt“

Þrjú grunsamleg dauðsföll á einum mánuði – „Áhyggjuefni og hræðilegt“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ótrúleg sjón blasti við 16 ára stúlku þegar hún kafaði í sjónum – Sjáðu myndbandið

Ótrúleg sjón blasti við 16 ára stúlku þegar hún kafaði í sjónum – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tóku til sinna ráða þegar þeir komust að skuggalegu leyndarmáli nágranna síns

Tóku til sinna ráða þegar þeir komust að skuggalegu leyndarmáli nágranna síns
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skýr skilaboð frá NASA – „Þessu myndum við aldrei halda leyndu“

Skýr skilaboð frá NASA – „Þessu myndum við aldrei halda leyndu“