Pressan

Orðrómur um barnsrán kostaði mann lífið – 25 handteknir vegna málsins

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 16. júlí 2018 21:30

Indverskir lögreglumenn.

Á föstudaginn var Mohammad Azam, 27 ára, á gangi með tveimur vinum sínum í Karnataka á Indlandi. Félagarnir stoppuðu og buðu hópi barna súkkulaði sem einn þeirra hafði keypt í Katar. Eitt barnanna byrjaði fljótlega að gráta og í kjölfarið gripu margir fullorðnir á svæðinu til aðgerða.

Á samskiptaþjónustunni WhatsApp hafði verið orðrómur um að hópur barnsræningja væri að störfum á svæðinu. Þetta varð til þess að fólk réðst á þremenningana sem náðu að flýja frá staðnum en ekki vildi betur til en að á flóttanum rákust þeir á hóp um 2.000 manna sem höfðu verið kallaðir á staðinn í gegnum WhatsApp.

Þremenningarnir voru barðir og sparkað í þá í tæpa klukkustund. Einnig voru þeir barðir með steinum. Lögreglumenn reyndu að koma þeim til bjargar og slösuðust þrír þeirra.

The Guardian segir að Azam hafi látist af völdum sára sinna skömmu eftir að ofbeldinu linnti en vinir hans tveir eru í lífshættu. Lögreglan hefur handtekið 25 manns vegna málsins. Rúmlega 20 hafa verið drepnir á undanförnum tveimur mánuðum vegna orðróms um að verið væri að ræna börnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Stefán Karl er látinn

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 18 klukkutímum

Fangaverði vikið frá störfum – Virðist eiga í ástarsambandi við kafbátsmorðingjann Peter Madsen

Fangaverði vikið frá störfum – Virðist eiga í ástarsambandi við kafbátsmorðingjann Peter Madsen
Pressan
Fyrir 19 klukkutímum

Trump óttast að ganga í gildru ef Mueller fær að yfirheyra hann

Trump óttast að ganga í gildru ef Mueller fær að yfirheyra hann
Pressan
Í gær

Hver er konan? Lík hennar fannst á sorphaugum

Hver er konan? Lík hennar fannst á sorphaugum
Pressan
Í gær

17 ára piltur stunginn til bana við skóla í Uppsölum

17 ára piltur stunginn til bana við skóla í Uppsölum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rifu óvart friðaða brú frá átjándu öld – Nú á að endurbyggja hana

Rifu óvart friðaða brú frá átjándu öld – Nú á að endurbyggja hana
Pressan
Fyrir 4 dögum

Alvarlegt rútuslys í Þýskalandi – Rúta á leið frá Stokkhólmi til Berlínar lenti utan vegar – 65 um borð

Alvarlegt rútuslys í Þýskalandi – Rúta á leið frá Stokkhólmi til Berlínar lenti utan vegar – 65 um borð