Pressan

Hryllingur þegar 3 ára barn læstist inni í þvottavél sem fór af stað – Móðir varar við ákveðinni gerð þvottavéla – Dóttir hennar lét nærri lífið

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 17. júlí 2018 20:00

„Ég hef verið hikandi við að skrifa þetta. Í fyrsta lagi vegna þeirra skamma sem munu dynja á mér á netinu og í öðru lagi vegna þess að það er svo erfitt að rifja þetta upp.“

Svona hefst færsla sem Lindsey McIver birti nýlega á Facebooksíðu sinni. Þar segir hún frá þvottavélakaupum fjölskyldunnar sem hafi verið gerð af nauðsyn þar sem sú gamla gaf upp öndina.

„Á mánudaginn keypti eiginmaður minn nýja þvottavél, vél sem er með hurð að framan. Okkur fannst þetta vera „ný og flott“ gerð af þvottavél og hugsuðum ekki meira út í það. Við eyddum kvöldinu í að tengja hana og fylgdust börnin með. Við sögðum þeim margoft að þau mættu ekki snerta hana. Þau svöruðu öll: Ókei.“

Segir hún og heldur áfram:

„Snemma á þriðjudagsmorgninum vöknuðum við upp við að fjögurra ára sonur okkar grét svo ákaft að hann gat varla talað. Á meðan ég var að reyna að skilja hvað hann var að segja hentist maðurinn minn út úr rúminu og niður stigann. Þá áttaði ég mig á þessu. Hann hafði sagt: „Kloe. Inni í. Þvottavél.“ Þegar við komum inn í þvottahúsið í kjallaranum var Kloe, þriggja ára dóttir mín, LÆST inni í loftþéttri þvottavélinni. Þvottavélin snerist og var að dæla vatni inni á sig. Kloe öskraði en það heyrðist ekki í henni.“

Hjónin náðu fljótt að stoppa vélina og opna hana og ná Kloe út. Hún var að mestu ómeidd fyrir utan nokkrar kúlur á höfðinu og fötin voru blaut.

„Eftir að hafa farið í gegnum allt þetta „hvað ef“ vitum við að við vorum mjög heppin og að guð sýndi dóttur okkar miskunn.“

Hún segir síðan að þau hjónin hafi ekki áttað sig á hættunni sem gat greinilega stafað af þvottavélinni. Því hvetur hún foreldra til að átta sig á hættunni sem getur stafað af þvottavélum sem eru með hurð að framan. Þeir verði að gera sér grein fyrir börn geti skriðið inn í slíkar þvottavélar og jafnvel lokað á eftir sér.  Því sé mikilvægt að gæta þess að barnalæsingin sé alltaf á vélunum.

Þá segir hún að endingu að þetta sé sá tími sem mörg börn verði fyrir slysum.

„Það hjálpar ekki að gera lítið úr móðurinni. Slíkt hjálpar engum. Við þurfum að vera opin og einlæg þegar okkur verður á til að hjálpa öðrum að tryggja öryggi barna sinna. Og treystið mér, í þessu tilviki hefur samviskubitið nagað móðurina.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Launahækkun forstjóra dregin til baka vegna mótmæla starfsmanna

Launahækkun forstjóra dregin til baka vegna mótmæla starfsmanna
Í gær

Mest hefur veiðst í Eystri Rangá

Mest hefur veiðst í Eystri Rangá
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þremur bílum stolið frá hjónum á tveimur mánuðum

Þremur bílum stolið frá hjónum á tveimur mánuðum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Uppnám hjá dönsku konungsfjölskyldunni – Þjófar á ferð

Uppnám hjá dönsku konungsfjölskyldunni – Þjófar á ferð