fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Nokkrar óvenjulegar lausnir á offjölgunarvanda mannkynsins

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 17. júlí 2018 20:30

Þessi tegund getnaðarvarnarpillu fær fljótlega aukna. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ákveðið vandamál hversu mikið við mennirnir fjölgum okkur því það er ekki endalaust jarðrými hér á jörðinni og því erfitt að koma öllum fyrir og ekki síður brauðfæða alla. Fjölgunin er mest í hinum svokölluðu þróunarlöndum enda fær almenningur sjaldnast nokkra fræðslu um hvernig er hægt að koma í veg fyrir þunganir og þess utan hefur fólk sjaldnast efni á getnaðarvörnum.

Níger er það ríki heims þar sem hver kona eignast flest börn að meðaltali eða 7,2. Þetta var ekki vandamál áður fyrr því þá létust svo mörg börn áður en þau náðu fimm ára aldri. Af þeim sökum var það ákveðin trygging fyrir fólk að eignast mörg börn, þá voru meiri líkur á að einhver þeirra myndu ná fullorðinsaldri. 1985 lést þriðja hvert barn í Níger áður en það náði fimm ára aldri. Í dag er staðan allt önnur og betri en nú er það tæplega tíunda hvert barn sem deyr fyrir fimm ára aldur í landinu. Sama þróunin á sér stað víðast í Afríku.

Reiknað er með að íbúatala álfunnar muni vaxa hratt fram til 2050 en reiknað er með að í 26 löndum muni íbúafjöldinn hafa tvöfaldast 2050 frá því sem nú er. En hvernig á að takast á við þetta? Því var reynt að svara nýlega í umfjöllun Danska ríkisútvarpsins þar sem komið var með nokkrar óvenjulegar lausnir.

Bent var á að þróun getnaðarvarnarpilla fyrir karla væri langt á veg komin og því ætti í framtíðinni að vera hægt að varpa ábyrgðinni á getnaðarvörnum meira yfir á karla en konur.

Annað sem nefnt var til sögunnar eru dramatísk útvarpsleikrit. Já þetta hljómar ótrúlega en sagt var frá tveimur útvarpsleikritum sem voru flutt í Eþíópíu á fyrsta áratug þessarar aldar. Þau höfðu þau áhrif á hlustendur að þeir fóru skyndilega að huga að getnaðarvörnum. Sala á getnaðarvörnum jókst um 157 prósent í kjölfar leikritanna, frjósemin dróst saman úr 5,4 börnum á hverja konu að meðaltali í 4,3 börn.

Sæðisdrepandi vírus var einnig nefndur til sögunnar og sagt frá því að það væri hægt að búa slíkan vírus til í dag en af siðferðislegum ástæðum sé það ekki verjandi. Það væri þó mjög áhrifaríkt að búa til slíkan vírus og láta hann breiðast út um jörðina. Eina leið fólks til að eignast börn væri þá að kaupa rándýrt bóluefni gegn vírusnum. Það væru því fáir sem hefðu efni á að kaupa bóluefnið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?