fbpx
Miðvikudagur 23.janúar 2019
Pressan

Lögreglan í Malmö gefst upp á rannsóknum á „venjulegum“ afbrotum – Ástandið er óheyrilega slæmt

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 18. júlí 2018 06:16

Mynd úr safni.

Lögreglumenn í Malmö í Svíþjóð verða nú að ýta rannsóknum á „venjulegum“ afbrotum á undan sér og láta þær bíða betri tíma ef hann gefst einhvern tímann. Álagið á lögregluna í borginni er svo gríðarlegt að hún ræður ekki við rannsóknir sem þessar því nær allur tími hennar og kraftar fara í að takast á við þær fjölmörgu skotárásir sem eru gerðar í borginni.

Þetta sagði Erik Olof Jansåker, lögreglustjóri, á fréttamannafundi í gær. Hann sagði að rannsóknir á „venjulegum“ afbrotum verði einfaldlega að bíða svo lögreglan geti almennilega tekist á við þau alvarlegu afbrot sem skotárásirnar eru, ástandið sé óheyrilega slæmt.

Fréttamannafundurinn var haldinn í kjölfar morðs á ungum manni í Rosengård hverfinu á mánudaginn en hann var skotinn til bana á götu úti. 19 skotárásir hafa verið gerðar í Malmö það sem af er ári og hafa 10 látist í þeim. Jansåker sagði þetta sýna vel hversu alvarleg staðan er og hversu mikill óróleiki er meðal forhertustu afbrotamannanna.

Hann reyndi þó að róa almenning og sagði að lögreglan í Malmö teldi sig geta tekist á við þessa forhertu afbrotamenn. Hann sagði einnig að „þagnarmenningin“ meðal afbrotamanna geri lögreglunni erfitt fyrir við rannsóknir mála.

„Það eru um 200 manns sem standa á bak við þessi grófu afbrot og við teljum okkur hafa stjórn á þeim en það er erfitt að skera úr um hvaða ástæður liggja að baki skotárásunum hverju sinni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

790 milljónum netfanga og lykilorða lekið á netið – Svona getur þú séð hvort þitt netfang er þar á meðal

790 milljónum netfanga og lykilorða lekið á netið – Svona getur þú séð hvort þitt netfang er þar á meðal
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hin fullkomna tía – 60 milljónir áhorfa á 10 dögum

Hin fullkomna tía – 60 milljónir áhorfa á 10 dögum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þrjú grunsamleg dauðsföll á einum mánuði – „Áhyggjuefni og hræðilegt“

Þrjú grunsamleg dauðsföll á einum mánuði – „Áhyggjuefni og hræðilegt“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ótrúleg sjón blasti við 16 ára stúlku þegar hún kafaði í sjónum – Sjáðu myndbandið

Ótrúleg sjón blasti við 16 ára stúlku þegar hún kafaði í sjónum – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tóku til sinna ráða þegar þeir komust að skuggalegu leyndarmáli nágranna síns

Tóku til sinna ráða þegar þeir komust að skuggalegu leyndarmáli nágranna síns
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skýr skilaboð frá NASA – „Þessu myndum við aldrei halda leyndu“

Skýr skilaboð frá NASA – „Þessu myndum við aldrei halda leyndu“