fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Reyndi að stinga lögregluna af

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 18. júlí 2018 05:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um klukkan 18 í gær ætluðu lögreglumenn að stöðva akstur ökumanns í Langarima en hann var ekki á þeim buxunum að ræða við lögreglumenn og jók hraðann. Hófst þá eftirför sem lauk skömmu síðar í Fannafold og var ökumaðurinn þá handtekinn.

Ökumaðurinn er grunaður um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna, að fara ekki að fyrirmælum lögreglu, of hraðan akstur, akstur án ökuréttinda og brot á vopnalögum.

Þrír ökumenn til viðbótar voru handteknir síðdegis í gær og gærkvöldi en þeir eru allir grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna. Einn þeirra er grunaður um að hafa ekið sviptur ökuréttindum, að hafa verið með fíkniefni í fórum sínum og brot á lyfjalögum. Annar er grunaður um að hafa verið með fíkniefni í fórum sínum, brot á lyfjalögum og brot á vopnalögum. Farþegi í bifreið hans er grunaður um vörslu fíkniefna.

Einn ökumaður var handtekinn í gærkvöldi grunaður um ölvun við akstur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug