fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Pressan

Útiloka ekki að MH370 hafi verið rænt – Ættingjar reiðir yfir lokaskýrslu um hvarfið

Ritstjórn DV
Mánudaginn 30. júlí 2018 16:30

Vél frá Malaysian Airlines.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rannsóknarnefnd sem rannsakað hefur hvarf malasísku farþegaþotunnar sem hvarf í mars 2014 hefur skilað 400 blaðsíðna skýrslu um hvarfið. Um er að ræða eitt dularfyllsta hvarf flugsögunnar en lítið sem ekkert hefur spurst til vélarinnar, MH370 frá Malaysia Airlines, sem hvarf þegar hún var á leið frá Kuala Lumpur í Malasíu til Peking í Kína.

Í skýrslunni ber það helst til tíðinda að rannsakendur geta ekki útilokað að vélinni hafi verið rænt. Henni hafi verið vísvitandi beint af leið og ekki hafi verið um einhverskonar vélarbilun að ræða.

Ættingjar þeirra 239 sem voru um borð í vélinni eru sagðir ósáttir við efni skýrslunnar og þá ekki síst þá staðreynd að litlar sem engar nýjar upplýsingar koma fram í skýrslunni. Skýrsluhöfundar draga ekki stórar ályktanir í skýrslunni og segjast í raun ekki geta fullyrt neitt um afdrif vélarinnar.

Í samtölum við fjölmiðla um efni skýrslunnar sögðu aðstandendur að í skýrslunni hafi verið bent á ýmis atriði sem betur mættu fara, vinnureglum hafi ekki veri fylgt og einhver mistök gerð en ekki sé að finna neitt um orsakir þess að vélin hvarf.

Kok Soo Chon, yfirmaður rannsóknarinnar, sagði að skýrsluhöfundar hefðu komist að því að vélinni hefði verið stýrt af leið af mannavöldum. „Þar af leiðandi getum við ekki útilokað að þriðji aðili hafi átt aðkomu að hvarfinu,“ sagði hann og bætti við að frekari svör yrði ekki hægt að fá fyrr en flak vélarinnar finnst.

Aðstandendur þeirra sem voru í vélinni voru margir hverjir mjög ósáttir við efni skýrslunnar og eru margir sagðir hafa gengið út þegar hún var kynnt. „Ég er mjög vonsvikin. Ég er reið. Það er ekkert nýtt í þessari skýrslu,“ sagði Maizura Othman en eiginmaður hennnar var flugþjónn um borð í vélinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Nú er komið að því – Einn stærsti fjársjóður Dana verður boðinn upp

Nú er komið að því – Einn stærsti fjársjóður Dana verður boðinn upp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skar höndina af móður sinni til að hann gæti notað fingur hennar til að taka pening út af bankareikningi hennar

Skar höndina af móður sinni til að hann gæti notað fingur hennar til að taka pening út af bankareikningi hennar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Amma á níræðisaldri sögð vera harðsvíraður okurlánari

Amma á níræðisaldri sögð vera harðsvíraður okurlánari
FréttirPressan
Fyrir 2 dögum

Þetta eru þær tegundir starfa sem gervigreindin mun fyrst gera óþörf

Þetta eru þær tegundir starfa sem gervigreindin mun fyrst gera óþörf
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gullúr ríkasta farþegans um borð í Titanic seldist fyrir 210 milljónir

Gullúr ríkasta farþegans um borð í Titanic seldist fyrir 210 milljónir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Klikkuð samsæriskenning um Joe Biden á miklu flugi

Klikkuð samsæriskenning um Joe Biden á miklu flugi
Pressan
Fyrir 6 dögum

Þessi 15 metra slanga gæti verið sú stærsta sem lifað hefur á jörðinni

Þessi 15 metra slanga gæti verið sú stærsta sem lifað hefur á jörðinni
Pressan
Fyrir 6 dögum

Katie lést í eldsvoða í stúdentaíbúðinni – Læknar gerðu óhugnanlega uppgötvun

Katie lést í eldsvoða í stúdentaíbúðinni – Læknar gerðu óhugnanlega uppgötvun