Pressan

Grunaður hryðjuverkamaður slapp á ótrúlegan hátt úr dönsku fangelsi

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 3. ágúst 2018 08:12

Vestre Fængsel. Mynd:Wikimedia Commons

Á miðvikudaginn náði grunaður hryðjuverkamaður að flýja á ótrúlegan hátt úr Vestre Fængsel í Kaupmannahöfn. Málið er hið vandræðalegasta fyrir fangelsismálayfirvöld en maðurinn beið eftir að vera framseldur til Ítalíu en þar bíður hans ákæra vegna aðildar að hryðjuverkastarfsemi.

Hann sat í gæsluvarðhaldi í fangelsinu. Hann fékk heimsókn og skiptu hann og gesturinn um fatnað og skilríki og síðan gekk gæsluvarðhaldsfanginn út úr fangelsinu. Upp komst um þetta skömmu síðar en of seint. Fanginn var á bak og burt og ekkert hefur til hans spurst síðan. Lögreglan gerði umfangsmikla leit að honum og lokaði meðal annars aðaljárnbrautarstöðinn í Kaupmannahöfn fyrir allri umferð í tvær klukkustundir á miðvikudagskvöldið.

Strokufanginn er 46 ára Sýrlendingur sem hefur verið búsettur í Svíþjóð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 23 klukkutímum

Unglingur skotinn í Uppsölum

Unglingur skotinn í Uppsölum
Pressan
Í gær

Marsbíll NASA er týndur

Marsbíll NASA er týndur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Donald Trump vill hringja í þjóðarleiðtoga á undarlegustu tímum – Áttar sig ekki á hvað tímabelti eru

Donald Trump vill hringja í þjóðarleiðtoga á undarlegustu tímum – Áttar sig ekki á hvað tímabelti eru
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leiðtogar Suður- og Norður-Kóreu funda í september – Mikil þíða í samskiptum ríkjanna

Leiðtogar Suður- og Norður-Kóreu funda í september – Mikil þíða í samskiptum ríkjanna