fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Pressan

Leita að ljósmyndara til að taka brúðkaupsnóttina upp

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 3. ágúst 2018 05:56

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brúðkaupsveislan, gestirnir, brúðhjónin og fyrsti kossinn sem hjón. Þetta er eitthvað sem flest pör vilja láta mynda þegar þau ganga í hjónaband. En það er öllu sjaldgæfara að fólk vilji láta mynda það sem fram fer bak við luktar dyr (í flestum tilfellum) á brúðkaupsnóttina sjálfa. Nú leitar fólk, sem ætlar að ganga í hjónaband í september, að ljósmyndara sem er reiðubúinn til smá næturvinnu við að taka upp það sem fram fer á brúðkaupsnóttina. Sem sagt taka upp kynlífsmyndband.

Það er breskt par sem leitar að ljósmyndara í verkefnið. Þau hafa auglýst eftir ljósmyndara á breskri atvinnuauglýsingasíðu og bjóða sem nemur um 400.000 íslenskum krónum í laun fyrir verkið en upptökur eiga að fara fram frá klukkan 1 til 3.

New York Post skýrir frá þessu.

„Bæði ég og unnusti minn teljum að brúðkaupsdagurinn eigi ekki bara að snúast um daginn, nóttin er jafn mikilvæg. Frá því að við trúlofuðumst höfum við verið sammála um að við viljum fá einhvern til að mynda brúðkaupsnóttina. Því miður höfum við ekki fundið neinn sem er tilbúinn til þess eða sem við teljum að okkur líði vel nærri.“

Segir í auglýsingunni. Einnig fylgir nákvæm lýsing með á hvað á að mynda og að upptakan verði aðeins fyrir nýgiftu hjónin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hvað verður um heilann úr OJ Simpson?

Hvað verður um heilann úr OJ Simpson?
Pressan
Í gær

Ráðagóðir menn björguðu sér með aðstoð pálmablaða

Ráðagóðir menn björguðu sér með aðstoð pálmablaða
Pressan
Í gær

Í þessu landi seljast fleiri fullorðinsbleiur en barnableiur

Í þessu landi seljast fleiri fullorðinsbleiur en barnableiur
Pressan
Í gær

Ný rannsókn bendir til hugsanlegrar lækningar á HIV

Ný rannsókn bendir til hugsanlegrar lækningar á HIV
Pressan
Fyrir 3 dögum

Búrhvalir nota risastórar kúkasprengjur til að bjarga sér frá árásum háhyrninga

Búrhvalir nota risastórar kúkasprengjur til að bjarga sér frá árásum háhyrninga
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gleymd gögn frá Appologeimferðunum varpa ljósi á áður óþekkta atburði á tunglinu

Gleymd gögn frá Appologeimferðunum varpa ljósi á áður óþekkta atburði á tunglinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hafði setið í fangelsi í 21 ár – Sá endursýndan sjónvarpsþátt fyrir tilviljun og gat sannað sakleysi sitt

Hafði setið í fangelsi í 21 ár – Sá endursýndan sjónvarpsþátt fyrir tilviljun og gat sannað sakleysi sitt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ofbeldisverk eru mikið vandamál í frönskum skólum

Ofbeldisverk eru mikið vandamál í frönskum skólum