fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Missti hendur og fætur eftir að hundur sleikti hann

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 3. ágúst 2018 07:22

Greg hefur gengið í gegnum miklar hremmingar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá því í lok júní hefur Greg Manteufel, 48 ára, legið á sjúkrahúsi. Þegar hann kom fyrst á sjúkrahúsið var hann með sjúkdómseinkenni sem líktust inflúensusmiti en það var þann 26. júní. Hann hafði kvartað undan beinverkjum og hita. Fljótlega jókst hitinn og þegar verið var að aka honum á sjúkrahús fékk hann marbletti og blöðrur.

Þegar hann kom á sjúkrahúsið í Wisconsin í Bandaríkjunum féll blóðþrýstingurinn hjá honum og blóðflæðið um líkamann versnaði mikið. Læknar komust að þeirri niðurstöðu að hann væri með blóðeitrun af völdum bakteríunnar Capnocytophaga Canimorsus en hana er yfirleitt að finna í munnvatni katta og hunda en hún leiðir sjaldan til sýkinga.

Greg fékk sýklalyf en læknir hans, Silvia Munoz-Prize, segir að líkami hans hafi brugðist harkalega við sýkingunni og blóðflæði til útlimanna stöðvaðist alveg. Læknar urðu því að taka fætur hans af og síðan fótleggina upp að hnjám. Tveimur vikum síðar þurfti að taka framhandleggina af honum. Blóðflæði til nefbroddsins hætti einnig og því þarf að gera aðgerð á nefi hans.

Talið er að Greg hafi smitast af bakteríunni frá hundi. Þau hjónin eiga átta ára gamlan hund en eiginkona Greg, Dawn Manteufel, segir að hann hafi umgengist fleiri hunda dagana áður en veikindin hófust, þar á meðal einn sem gekk laus. Talið er að bakterían hafi borist í Greg þegar hundur sleikti hann.

Dawn segir að Greg líði ágætlega miðað við aðstæður og þær sjö skurðaðgerðir sem hann er búinn að fara í til þessa. Hann þarf að fara í þrjár til viðbótar hið minnsta. Hún segir að þau hlakki til að hann fái gervilimi. Hann hafi einblínt á að lifa þetta af og hafi ekki velt sér upp úr af hverju hann lenti í þessu.

Hjónin hafa búið í tveggja hæða húsi undanfarin 18 ár en ætla nú að selja það og flytja inn til forelda Greg, sem búa í húsi á einni hæð, um tíma.

Silvia Munoz-Prize segir að smit sem þetta sé mjög sjaldgæft og fólk eigi ekki að hætta að umgangast dýr, best sé að halda áfram að hegða sér eins og fram að þessu. Hún bendir á að það séu meiri líkur á að látast í umferðarslysi en smitast af þessari bakteríu.

Bandaríska smitsjúkdómastofnunin segir að um 74 prósent hunda og 57 prósent katta beri þessi bakteríu í sér. Fólk er með aðra útgáfu af þessari bakteríu í munni sínum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Í gær

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?