fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Pressan

Telja sig hafa leyst gátuna um Bermúdaþríhyrninginn – Óvænt skýring á dularfullum atburðum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 3. ágúst 2018 06:34

Kort af Bermúdaþríhyrningnum. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bermúdaþríhyrningurinn svokallaði hefur lengi verið góð uppspretta samsæriskenninga og kenninga um dularfulla atburði. Bermúdaþríhyrningurinn er hafsvæði sem nær á milli Flórída, Púertó Ríkó og Bermúda. Á þessu svæði hafa mörg skip og flugvélar horfið með manni og mús án þess að tangur né tetur af þeim hafi fundist.

Hópur vísindamanna við Háskólann í Southampton á Englandi telur að allt að 30 metra háar öldur geti myndast á þessu svæði og grandað skipum. Í tengslum við heimildarmynd Channel 5 sjónvarpsstöðvarinnar „The Bermuda Triangle Enigma“ bjuggu vísindamennirnir til líkan af USS Cyclops sem var risastórt skip sem hvarf með manni og mús í Bermúdaþríhyrningnum 1918. 309 manns fórust með skipinu en þetta er mesta manntjón sem bandaríski sjóherinn hefur orðið fyrir þar sem átöku grönduðu ekki skipi. Skipið var 165 metra langt og var notað við kolaflutninga til bandarískra herskipa. Ekkert brak fannst úr skipinu né lík.

Sumir telja að þar sem ekkert neyðarkall barst frá skipinu hafi yfirskilvitlegir atburðir komið við sögu þegar það hvarf. En ensku vísindamennirnir eru öllu jarðbundnari og segja að á svæðinu, sem er kallað Bermúdaþríhyrningurinn, mætist stundum þrír öflugir stormar sem koma úr ólíkum áttum. Þegar þeir mætast myndast risastórar öldur, allt að 30 metra háar. Þetta séu mjög brattar öldur sem geti auðveldlega klippt skip í tvennt. Vísindamennirnir telja að öldur sem þessar eigi hlut að máli í dularfullum skipshvörfum á svæðinu og þar á meðal þegar USS Cyclops hvarf.

En ekki er víst að allir fallist á þessa kenningu enda skýrir hún ekki dularfull flugvélahvörf á svæðinu. Það má því telja líklegt að samsæriskenningasmiðir haldi áfram að velta vöngum yfir Bermúdaþríhyrningnum og því sem þar hefur gerst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Átta ára fangelsi fyrir að stela bíl – 89 ára blind kona í framsætinu – Myndband

Átta ára fangelsi fyrir að stela bíl – 89 ára blind kona í framsætinu – Myndband
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ömurlegt að missa auga: „Ég er miður mín alla daga út af því“

Ömurlegt að missa auga: „Ég er miður mín alla daga út af því“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Önnur óhugnanleg hnífaárás í Sydney í morgun – Stunginn í beinni útsendingu

Önnur óhugnanleg hnífaárás í Sydney í morgun – Stunginn í beinni útsendingu
Pressan
Fyrir 3 dögum

55 fermetra sumarhús til sölu – Ásett verð er 220 milljónir – Sjáðu myndirnar

55 fermetra sumarhús til sölu – Ásett verð er 220 milljónir – Sjáðu myndirnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fimm ótrúleg mál – Mannránin sem gleymast aldrei

Fimm ótrúleg mál – Mannránin sem gleymast aldrei