Pressan

Á Þýskaland að vera kjarnorkuveldi? – Áleitin spurning sækir á Þjóðverja

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 3. ágúst 2018 19:00

Bandarísk kjarnorkusprengja. Mynd:Wikimedia Commons.

Í kjölfar þess að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, vill ekki með afgerandi hætti ábyrgjast að Bandaríkin tryggi hernaðarlegt öryggi Evrópu hefur áleitin spurning um hvort Þýskaland eigi að vera kjarnorkuveldi leitað á Þjóðverja. Fyrir ekki svo löngu hefði verið óhugsandi að þessari spurningu yrði velt upp en á sunnudaginn var málinu velt upp í grein í dagblaðinu Die Welt í grein sem Christian Hacke, einn virtasti stjórnmálafræðingur landsins, skrifaði.

Í greininni færði hann rök fyrir að svarið við spurningunni væri já þar sem Þýskaland væri nú helsti óvinur forseta Bandaríkjanna. Af þessum sökum þurfi að styrkja öryggismál landsins.

„Í verstu tilfellum verður Þýskaland að treysta á sjálft sig,“ segir hann og veltir í framhaldi af því upp spruningunni um kjarnorkuvopn.

„Áður gat Þýskaland látið eiga sig að ráða yfir gjöreyðingarvopnum því öryggi landsins var tryggt af öðrum. Það er ekki víst að það eigi við í dag.“

Hacke segir að þýskir stjórnmálamenn séu þó hlynntari sameiginlegum evrópskum kjarnorkuvörnum. Annar möguleiki væri að fá annaðhvort Frakkland eða Bretland, sem bæði ráða yfir kjarnorkuvopnum, til að ábyrgjast varnir Þýskalands. Hann segir að hugmyndir sem þessar séu ekkert annað en draumórar.

Wolfgang Ischinger, fyrrum sendiherra Þýskalands í Bretlandi og Bandaríkjunum og formaður öryggisráðstefnunnar í München svaraði grein Hacke í Die Welt í gær. Þar varaði hann við hugmyndum Hacke þar sem Þýskaland hafi margoft afsalað sér rétti til að eiga kjarnorkuvopn. Ef það loforð verði brotið muni það skaða alþjóðlegan orðstýr Þýskalands. Hann bendir einnig á að ef Þjóðverjar koma sér upp kjarnorkuvopnum muni önnur ríki væntanlega fylgja í kjölfarið og nefnir þar til sögunnar Pólland og Tyrkland. Þetta muni á endanum raska valdajafnvæginu í Evrópu svo mikið að Rússar muni sjá sig tilneydda til að auka hernaðarmátt sinn til að geta mætt þeirri ógn sem Þýskaland verði orðið. Hann vill að Þjóðverjar sætti sig við að vera háðir Bandaríkjunum um varnir landsins næstu 10-15 árin en eigi samtímis að auka útgjöld til varnarmála til að vera teknir alvarlega í Washington.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 23 klukkutímum

Unglingur skotinn í Uppsölum

Unglingur skotinn í Uppsölum
Pressan
Í gær

Marsbíll NASA er týndur

Marsbíll NASA er týndur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Donald Trump vill hringja í þjóðarleiðtoga á undarlegustu tímum – Áttar sig ekki á hvað tímabelti eru

Donald Trump vill hringja í þjóðarleiðtoga á undarlegustu tímum – Áttar sig ekki á hvað tímabelti eru
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leiðtogar Suður- og Norður-Kóreu funda í september – Mikil þíða í samskiptum ríkjanna

Leiðtogar Suður- og Norður-Kóreu funda í september – Mikil þíða í samskiptum ríkjanna